Kennedy: Loftslagið stjórntæki til að skapa ótta

Robert F. Kennedy Jr. segir að hinir ofsaríku „notfæri sér loftslags og, umhverfismál ásamt covid til þess að skapa alræðissamfélag ótta.

Kennedy lætur þessi orð falla í viðtali við Kim Iversen (sjá að neðan), þegar hann lýsir skoðunum sínum á loftslagsmálum.

Samkvæmt Kennedy notfæra hnattræningjarnir og samtök þeirra loftslagsmál, mengun og Covid til að innleiða alræðiskerfi sem kaupir þær lausnir sem þeir eiga sjálfir einkaleyfi á.

Þeir gera venjulegt fólk fátækara og hina ríku enn ríkari. Ríkt fólk fær meiri völd og allir aðrir minni. Spurningarnar eiga það sameiginlegt að vera alþjóðlegar – eiga við um alla.

Frjáls kapítalismi er eina raunverulega lausnin á umhverfismálunum

Samkvæmt Kennedy er frjáls kapítalismi hin raunverulega lausn á umhverfismálum.

„En það sem við höfum hér í landi er ekki frjáls markaðskapítalismi heldur vildarvinakapítalismi. Þetta er eins konar þægilegur sósíalismi fyrir hina ríku en grimmur, villimannlegur, miskunnarlaus kapítalismi fyrir vesalings umhverfið. Sannur, frjáls kapítalismi stuðlar að hagkvæmni og skilvirkni sem þýðir útrýmingu rusls og mengunar. Sannur, frjáls markaður myndi krefjast þess að við metum náttúruauðlindir okkar rétt. Vanmat á auðlindum veldur því, að við sóum þeim.“

Kennedy skrifar í færslu á X:

„Loftslagsbreytingar eru notaðar til að stjórna okkur með hræðslu. Frelsi og frjálsir markaðir eru langtum betri leið til að stöðva mengun.“

Fara efst á síðu