Kanada býður fórnarlömbum Covid-bóluefna dánaraðstoð

Margir sem tóku mRNA tilraunaefnið gegn Covid-19 hlutu alvarlega áverka og margir þeirra hafa dáið. Ríkisstjórn Kanada sem beitti harkalegum þrýstingi á íbúa landsins til að taka mRNA hvetur núna þá sem eru illa haldnir vegna eftirstöðva sprautunnar að þiggja dánaraðstoð ríkisins.

Þeir sem hafa farið illa út úr sprautunum er sem sagt boðið aðstoð ríkisins til að fremja löglegt sjálfsmorð í staðinn fyrir að vera veitt aðstoð í baráttunni gegn aukaverkunum mRNA lyfsins. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau virðist vera staðráðinn í því, að fara til sögunnar sem versti harðstjóri í sögu Kanada en hann setti á herlög til að kæfa alla gagnrýni á lokanir og bólupassa og braut með hervaldi mótmæli vörubílstjóra á bak aftur. Síðar dæmdi Hæstiréttur Kanada herlögin ógild, þar sem ekki var um neitt slíkt ástand að ræða sem réttlætti setningu þeirra.

Mikil barátta er gegn notkun mRNA lyfsins og hefur til að mynda Idaho-ríki í Bandaríkjunum ákveðið að hætta að hafa það á boðstólnum. Rætt er um að banna lyfið á ýmsum öðrum stöðum.

Eina „hjálpin“ sem Trudeau býður upp á

Rebel News greinir frá því, að yfirvöld vilji ekki taka ábyrgð aukaverkunum bólusetninga gegn Covid-19. Til er verkefni til að aðstoða þá sem þjást af aukaverkunum „Vaccine Injury Support Program, VISP“ en það er svo ofhlaðið að skaðað fólk lendir á milli stólanna og festist í búrókratísku reglugerðafeni.

Það sem gerir málið enn alvarlegra er að fólk sem hefur skaðast af bólusetningum er hvatt til að sækja um „Medical Assistance in Dying,“ MAID-áætlun fyrir dánaraðstoð eða „aðstoð við sjálfsvíg.“ Þetta átti við um fertugan karlmann sem skaðaðist alvarlega eftir þrjá skammta af bóluefni. Í stað þess að veita honum hjálp, bæði með líkamlega og andlega heilsu, þá var ákveðið að veita honum dánaraðstoð í gegnum MAID.

Rebel News rannsakaði málið og segir að fólk sem hafi skaðast af bólusetningum sé oft hvatt til að hafa samband við MAID í stað þess að bíða í meira en ár eftir að fá aðstoð málsmeðferðaraðila til að fást við kröfur sínar.

Læknar Ontario hafa myrt fyrsta sprautuskaðaða sjúklinginn

Vegna allra þeirra neikvæðu upplýsinga sem hafa komið fram um bóluefnið, þá er í gangi undirskriftasöfnun þar sem skorað er á kanadísk stjórnvöld að draga bóluefnið til baka. Með ákvörðuninni sem tekin var í Idaho er hugsanlegt að fleiri heilbrigðisumdæmi, bæði innan og utan Bandaríkjanna, geti gert slíkt hið sama.

Mikil reiði ríkir meðal almennings út í stjórnvöld og segir t.d. læknirinn William Makis (sjá X að neðan), að „læknar Ontarioborgar hafi myrt fyrsta sprautuskaðaða sjúklinginn og sé á leiðinni á eftir öðrum!“

Fara efst á síðu