Kaja Kallas vissi ekki að Rússland var sigurvegari í seinni heimsstyrjöldinni

Pútín hefur alla ástæðu til að brosa í kampinn yfir opinberri heimsku æðstu valdhafa Evrópusambandsins.

Utanríkisráðherra ESB, Kaja Kallas, vissi ekki að bæði Rússland og Kína voru sigursæl í seinni heimsstyrjöldinni. Hún viðurkenndi það í ræðu hjá öryggisstofnun ESB.

Öryggistofnun ESB, EUISS, hélt ársráðstefnu sína á miðvikudag og Kaja Kallas var boðin sem aðalræðumaðurinn en hún er kommissar í utanríkis- og varnarmálum ESB. Eða „utanríkisráðherra“ ESB. Ræðu hennar var streymt beint á netinu.

Vissi ekki að Rússar unnu heimsstyrjöldina

Brot úr ræðu Kallas hefur gengið um á samfélagsmiðlum. Leiðtogi ESB segir að hún hafi horft á hátíðahöld Kína í tilefni af 80 ára afmæli seinni heimsstyrjaldarinnar og verið hissa á því að Xi Jinping, forseti Kína, fagnaði sigrinum ásamt Vladímír Pútín, Forseta Rússlands. Kaja Kallas sagði:

„Þeir sögðu að Rússland og Kína hefðu barist í síðari heimsstyrjöldinni og unnið yfir nazistum. Ég hugsaði að þetta er eitthvað nýtt.

Fyrir þá sem þekkja söguna vekur þetta margar spurningar. En núorðið þá hvorki les fólk söguna eða man hana. Það er ljóst að fólk kaupir þessa frásögn og Kínverjar eru að skipuleggja hátíðahöld til að fagna baráttu sinni gegn Japan.“

Vankunnátta Kallas mælikvarði á gáfur ESB-búrókratanna

Flesir vita að Rússland og Kína tilheyrðu bandalagsríkjunum, sem unnu seinni heimsstyrjöldina. Ásamt Bandaríkjunum og Bretlandi sigruðu þau hin svo kölluðu Öxulveldi; Þýskaland nazismans, Ítalíu fasismans og japanska heimsveldið.

Sú staðreynd að Kaja Kallas virðist ekki hafa þekkt þessa sögulegu staðreynd og finnst það undarlegt að Kína og Rússland fagni 80 árum frá sigri í seinni heimsstyrjöldinni er núna harðlega gagnrýnt og hæfni hennar dregin í efa á samfélagsmiðlum. Mörgum finnst hún óhæf að gegna einu æðsta embætti innan ESB á meðan öðrum finnst hún vera skýrt dæmi um gáfur framkvæmdarstjórnarinnar: Söguþekking Kallas sé sú mesta meðal búrókrata ESB.

Fara efst á síðu