Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, gagnrýnir harðlega Bandaríkin og áhrif þeirra á vestræn stjórnvöld. Hann neyddist undir hótunum að skrifa undir að áfrýja ekki máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu: „Ég viðurkenndi mig sekan um blaðamennsku.”
Assange bar vitni í dag fyrir mannréttinda- og laganefnd Evrópuráðsins (PACE) í Strassbourg. Hann byrjar ræðu sína á því að biðjast afsökunar ef orð hans skorti „þá mýkt“ sem nefndi bjóst við í ljósi þess, að hann hefur verið innilokaður síðustu tólf árin. Assange sagði:
„Einangrunin hefur tekið sinn toll. Ég kaus að lokum frelsið fram yfir ómöguleg réttarhöld eftir að hafa verið sviptur frelsi í nokkur ár og átt yfir höfði mér 175 ára fangelsisdóm. Réttlæti er ekki til staðar mín vegna, því bandarísk stjórnvöld kröfðust þess í samkomulaginu, að ég mætti ekki áfrýja dómnum til Mannréttindadómstóls Evrópu, ekki einu sinni að fá opinber gögn um það sem var gert við mig til að reyna að fá mig framseldan.”
„Ég játaði á mig sök fyrir að hafa stundað blaðamennsku“
Julian Assange eyddi tímabilinu frá júní 2012 til byrjun sumars 2019 í sendiráði Ekvador í London eftir að hann sótti um pólitískt hæli í Ekvador. Hann var handtekinn í sendiráðinu eftir að Bandaríkjastjórn veitti Ekvador stórt lán og stjórnin hætti að halda hlífiskildi yfir Assange. Síðan eyddi Assange fimm árum ásamt morðingjum, hryðjuverkamönnum, raðnauðgurum og öðrum harðsvíruðum glæpamönnum í hinu alræmda breska öryggisfangelsi Belmarsh.
Bandaríkjastjórn hefur í meira en tíu ár viljað fá Assange framseldan til Bandaríkjanna svo stjórnin gæti dæmt hann í 175 ára fangelsi svo hann eyddi ævinni í bandarískum fangaklefa. En í júní á þessu ári náðist loks málamiðlun milli Assange og Bandaríkjastjórnar. Assange játaði sig sekan um að hafa ólöglega tekið við og miðlað trúnaðarupplýsingum um varnarmál og afsalaði sér rétti sínum til að áfrýja dómnum. Bandarísk stjórnvöld dæmdu hann í jafnlangan tíma og hann var sviptur frelsi og þegar tíminn var dreginn frá dómnum, þá var Assange frjáls ferða sinna. Assange sagði:
„Ég vil hafa það alveg á hreinu: Ég er ekki frjáls í dag vegna þess að kerfið virkar. Ég er laus í dag eftir margra ára fangelsisvist vegna þess að ég játaði mig sekan um blaðamennsku. Ég játaði að hafa leitað eftir upplýsingum hjá heimildarmanni. Ég játaði að hafa fengið upplýsingar frá heimildarmanni. Og ég játaði að hafa upplýst almenning um hverjar þessar upplýsingar væru.”
Bandaríkin ógna frelsi Evrópubúa
Á miðvikudaginn mun Evrópuráðsþingið og 46 aðildarríki þess ræða Assange-málið. Í skriflegri yfirlýsingu byggða á skýrslu Þórhildar Sunna Ævarsdóttur (sjá pdf að neðan) deilir laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsins þeirri skoðun Assange, að það sé einmitt blaðamennska sem honum hafi verið refsað fyrir og telur að ásakanir Bandaríkjastjórnar á hendur honum hafi verið „óhóflegar.“
Nefndin vill einnig þrýsta á Bandaríkin, sem hafa áheyrnaraðild að Evrópuráðinu, til að rannsaka stríðsglæpi og glæpi gegn mannréttindum sem framdir eru ekki síst af bandaríska hernum eins og Wikileaks og Assange hafa upplýst.
Stofnandi Wikileaks heldur því fram að honum hafi verið refsað sérstaklega harkalega, einmitt vegna þess að hann er ekki bandarískur ríkisborgari. Hann telur að Bandaríkin og njósnalög þeirra ógni grundvallarfrelsi og lýðræðislegum réttindum í Evrópu. Assange segir:
„Aðeins bandarískir ríkisborgarar hafa málfrelsi. Evrópubúar og aðrar þjóðir hafa ekki málfrelsi. Bandaríkjamaður í París getur ef til vill talað frjálslega um hvað bandarísk stjórnvöld hafa fyrir stafni. En fyrir Frakka í París er það glæpur að gera það. Og það er hægt að framselja hann alveg eins og mig.”
Nefndin vill einnig þrýsta á Bandaríkin, sem hafa áheyrnaraðild að Evrópuráðinu, til að rannsaka stríðsglæpi og glæpi gegn mannréttindum, sem framdir eru af bandaríska hernum.