Fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, er nýkjörinn aðalritari Nató. Hann hvetur allan almenning í Evrópu að „skipta frá friðarhugsun yfir í stríðshugsun.“ „Frelsið er ekki ókeypis“ segir Rutte og segir fólki að samþykkja minni velferð svo hægt sé að nota meiri peninga til að búa til vopn. Natókyrjurnar á Íslandi fara sjálfsagt létt með að sannfæra landsmenn um nauðsyn á frekari fátækt á Íslandi svo hægt verði að slátra fleirum í Úkraínu.
Mark Rutte lét þessi orð falla á friðarfundi „The Carnegie Endowment for International Peace“ í Brussel. Ræðunni var misjafnlega tekið en Rutte réðst að Rússum og Pútín sem „eru að reyna að rústa frelsi okkar og lífsháttum.“
Erum ekki undirbúin fyrir það sem „í vændum er“
Að sögn Rutte eru Vesturlönd „ekki undirbúin undir það sem er í vændum innan fjögurra til fimm ára.“ Rússar eru ekki aðeins í stríði í Úkraínu, heldur samtímis með „samræmdar og fjandsamlegar aðgerðir gegn bandamönnum“ í þeim tilgangi að „skapa óstöðugleika í samfélögum okkar með blönduðum hernaði.“
We can prevent the next big war on #NATO territory and preserve our way of life.
— Mark Rutte (@SecGenNATO) December 12, 2024
This requires us all to be faster and fiercer.
It is time to shift to a wartime mindset.
And turbo-charge our defence production and defence spending. pic.twitter.com/J0ZF0LrbVs
Aðalritari Nató heldur því fram að ríki í Evrópu eyða svo miklu skattfé í velferðarmál að auðveldlega mætti nota hluta þess fé til vopnakaupa. Hann nefndi sérstaklega að hægt væri að taka fé frá lífeyriskerfi, heilbrigðisþjónustu og almannatryggingum og senda til vopnaiðnaðarins. Rutte sagði:
„Við þurfum eitthvað af þeim peningum til að gera varnir okkar sterkari svo við getum varið lífshætti okkar. Frelsið fæst ekki ókeypis.“
Ræða yfirmanns Nató hefur mætt mikilli gagnrýni. Mörgum fannst það vera óviðeigandi að kalla eftir stríði á ráðstefnu um frið. Sýn almennings á stríðinu í Úkraínu er farin að breytast. Einnig er velferðarsamfélagið talið grundvöllur Vesturlanda og fáir reiðubúnir að veðsetja það fyrir vopn og stríð.
Sífellt fleiri tóngefandi raddir tala í staðinn um að fara í gagnstæða átt – frá stríði yfir í friðarviðræður. Þrátt fyrir alla þá hundruði milljarða dollara og vopn sem dælt hefur verið í Úkraínu til að drepa fólk í „kjötkvörninni,“ þá er enginn sigur sjáanlegur. Það gefur tilefni til að staldra við og íhuga aðra kosti.
Gagnrýnendur halda því fram að sú hugarfarsbreyting sem Rutte kallar eftir sé eðlislæg fyrir Nató sem alltaf er í stríðshugsun: