Joe Biden og þjóðaröryggisráðgjafi hans Jake Sullivan ræddu um að gera sprengjuárásir á kjarnorkusvæði Írans áður en Trump tekur við embætti síðar í þessum mánuði. Að sögn Axios tók Sullivan upp möguleikann að sprengja Íran þegar á fundi fyrir nokkrum vikum.
Íranar hafa í leyni verið að auka kjarnorkuauðgunargetu sína í tveimur neðanjarðarstöðvum en neita opinberlega, að þeir séu að framleiða kjarnorkuvopn. Hryðjuverkaríkið hefur lengi haldið því fram, að kjarnorkuáætlun þeirra sem Obama styður sé til að hjálpa landsmönnum. Samkvæmt ýmsum fréttum eru Íranar komnir nálægt því að búa til kjarnorkuvopn.
Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, kynnti Biden forseta möguleika á hugsanlegri árás Bandaríkjamanna á kjarnorkuver Írans ef Íranar koma upp kjarnorkuvopnum fyrir 20. janúar. Axios segist hafa þrjár öruggar heimildir um málið og að forsetinn og þjóðaröryggisráðgjafinn hafi rætt málið á leynifundi fyrir nokkrum vikum síðan.
Árás Bandaríkjamanna á kjarnorkuáætlun Írans væri gífurlegt áhættuspil frá forseta sem hefur lofað að hann myndi ekki leyfa Írönum að þróa kjarnorkuvopn. Biden myndi einnig skilja eftir ný átök fyrir innkomandi forseta Donald Trump. Biden gaf ekki grænt ljós á árá á fundinum og hefur ekki gert það síðan að sögn heimildarmanna.
Biden og þjóðaröryggisteymi hans ræddu ýmsa möguleika og atburðarás á fundinum fyrir um það bil mánuði síðan. Samkvæmt heimildum tók forsetinn enga endanlega ákvörðun í málinu.
Bandarískur embættismaður með vitneskju um málið sagði að fundurinn í Hvíta húsinu hafi ekki verið knúinn til af nýjum njósnum eða ætlað að enda með já eða nei ákvörðun frá Biden. Þess í stað var það hluti af umræðu um „skynsamlega áætlun atburðarásar“ og hvernig Bandaríkin ættu að bregðast við ef Íranar myndu gera ráðstafanir og auðga úran í 90% hreinleika fyrir 20. janúar, sagði embættismaðurinn.
Annar heimildarmaður sagði að engar virkar umræður séu í gangi innan Hvíta hússins um mögulegar hernaðaraðgerðir gegn kjarnorkuverum Írans.