Joe Biden náðar son sinn gegn fyrri loforðum

Uppfærð frétt. Newsweek greinir frá því, að réttarhöld áttu að fara fram yfir Hunter Biden, syni Joe Biden, Bandaríkjaforseta, í Delaware 12. desember og í Los Angeles 16. desember. Í fyrra fallinu átti að taka fyrir vopnanotkun hans undir áhrifum fíkniefna og í því síðara undanhald frá skatti upp á 1,4 milljón dollara. Í fyrra málinu átti Hunter Biden yfir höfði sér 25 ára fangelsi og 17 ára fangelsi í því síðara.

Gestapódeild dómsmálaráðuneytisins hefur tafið rannsóknir á glæpum Hunter Bidens um árabil. Þar með hefur hann komist hjá nauðsynlegum réttarhöldum meðal annars varðandi skattþjófnað. Skattyfirvöld segja að að pólitísk inngrip hafi hindrað rannsókn málsins.

Núna hefur Joe Biden, þvert á allar fyrri yfirlýsingar um að hann myndi ekki náða son sinn, einmitt gert það. Í opinberri tilkynningu skrifar Biden að sonur hans sé „illa meðhöndlaður“ vegna pólitískrar afstöðu fyrir að vera sonur forsetans. Pólitísk öfl sem unnu gegn honum sem forseta hafi séð til þess að sonur hans var höndlaður á óréttmætan hátt og öðruvísi en venjulegt er. Biden skrifaði:

„Ég trúi á réttarkerfið en þar sem ég hef glímt við þetta mál, þá tel ég hrá stjórnmál hafi sýkt ferlið og leitt til réttarfarsbrots. – Þegar ég tók þessa ákvörðun um helgina, þá var ekkert vit í að tefja málið lengur. Ég vona að Bandaríkjamenn skilji hvers vegna faðir og forseti taki slíka ákvörðun.“

Joe Biden gaf syni sínum náðun á öllum ákærum frá og með 2014 fram til dagsins í dag. Þar með kemur telur Joe Biden sig hafa komið í veg fyrir málaferli vegna peningasvindls hans sjálfs og sonar síns í Úkraínu og Kína.

Trump var fljótur til andsvars og skrifaði á Truth Social:

„Inniheldur náðun Joe á Hunter náðun J-6 gíslana, sem hafa núna verið í fangelsi í mörg ár? Þvílík misnotkun og vanræksla á réttlætinu!“

Fara efst á síðu