Jimmy Carter 100 ára – vill lifa til að geta kosið Kamala Harris

Jimmy Carter, fyrrverandi forseta, var ekið í hjólastól út í garð til að horfa á flugsýningu honum til heiðurs í tilefni 100 ára afmælis hans þann 1. október síðastliðinn. Jimmy Carter hefur verið á dvalarheimili síðan í febrúar 2023. Eiginkona hans, Rosalynn Carter, lést í nóvember.

Jason, sonur Jimmy Carter, sagði að geta hins háaldraða fyrrverandi forseta væri takmörkuð en hann reyndi að fylgjast með fréttum. Jason sagði við CBS:

„Það er mjög takmarkað hvað hann getur gert. Hann getur ekki lengur talað í síma.“

Sonur Carter sagði við The Washington Post að Jimmy Carter væri sama um afmælið sitt, heitasta ósk hans væri að halda lífi nægjanlega lengi svo hann gæti kosið Kamala Harris í forsetakosningunum:

„Hann sagði að honum væri alveg sama um þetta, þetta væri bara afmæli. Hann sagði að vildi kjósa Kamala Harris.“

Samkvæmt Associated Press sagði Jimmy Carter við son sinn Chip:

„Ég er aðeins að reyna að ná því að kjósa Kamala Harris.“

CBS News sagði að Jimmy Carter „virtist vakandi“ á afmælishátíð sinni í bakgarðinum. Fjórar orrustuþotur flugu yfir til heiðurs forsetanum fyrrverandi.

Fara efst á síðu