Jim Ratcliffe á 1,4% af Íslandi

Svona til að átta sig á stærðinni, þá erum við að tala um nákvæmlega sömu stærð og á við allar Færeyjar, en Færeyjar eru 1,393 km2 en 1,4% er 1443 km2….Reykjanesskagi er 829 km2.

Aðsend grein. Aðsendar greinar eru á ábyrgð höfundar og endurspegla skoðanir viðkomandi.

Flatnefur skrifar:

Ég var að blaða í gömlum blaðagreinum og rakst á grein um Jim Ratcliffe, sem á 1,4% af Íslandi og það er tilefni þessarar greinar. Það voru miklar umræður um kaup útlendinga á landi á Íslandi fyrir nokkrum árum síðan, og talað var líka um kaup Kínverja á Grímsstöðum á sínum tíma og að útlendingar gætu hreinlega keypt upp Ísland og þar með færi sjálfstæði Íslands.

Dálítið langsótt, en þó? Jim Ratcliffe á 1,4% af Íslandi og hann er einstaklingur! Umræður um þetta fjöruðu síðan út, en rætt um að breyta lögum, þannig að einstaklingar sem keyptu jarðir þyrftu að hafa heimilisfesti á Íslandi. En ekkert hefur verið gert. Það væri gaman að vita hver staðan er með jarðir Jim í dag? Á hann enn þá 1,4% af Íslandi? Voru gerðar breytingar á lögum?

Ég kíkti á Jarðarlög nr. 84, 2004 en þau hafa breyst á síðustu 20 árum. Skv. 10 gr þarf heimildir sveitarfélaga og ráðherra fyrir ráðstöfun fasteignar fyrir lengri en 7 ár, þ.e.a.s. ef þau erfast ekki. Þannig að í dag virðist vera einhverjar opinberar takmarkanir á notkun jarða, 10 gr. b liður, virðist þó vera leið fyrir erlenda lögaðila til að eiga land á Íslandi, ef ég er að skilja lögin rétt.

En greinin fjallar aðeins um upplýsingaskyldu. [10. gr. b. Upplýsingar um eignarhald lögaðila undir erlendum yfirráðum o.fl. Ákvæði þetta gildir um lögaðila sem eiga bein eignarréttindi yfir fasteign eða fasteignaréttindum sem falla undir [gildissvið þessara laga skv. 3. gr.],1) enda uppfylli lögaðili a.m.k. eitt af eftirtöldum skilyrðum: Lögaðili hefur annaðhvort aðalstöðvar eða aðalstarfsemi í öðru ríki eða hefur þar heimili samkvæmt samþykktum sínum eða um er að ræða útibú erlends lögaðila. Lögaðili fellur undir gildissvið laga um skráningu raunverulegra eigenda og er [samanlagt] 1) að 1/3 hluta eða meira í beinni eða óbeinni eigu erlends eða erlendra lögaðila eða er undir yfirráðum erlends eða erlendra lögaðila.

Í raun gætu erlendir milljarðamæringar eða jafnvel erlend ríki keypt upp Ísland

Lögaðili fellur undir gildissvið laga um skráningu raunverulegra eigenda og er [samanlagt]1) að 1/3 hluta eða meira í beinni eða óbeinni eigu erlends eða erlendra fjárvörslusjóða eða sambærilegra aðila eða undir yfirráðum slíks eða slíkra aðila. Svo að erlend stórfyrirtæki og auðhringar gætu í raun keypt jarðir hérna undir skilmálum 10 gr. Engar kvaðir virðast vera í jarðarlögum og ekki einu sinni minnst á EES-samninginn. Jarðarlög eru illa saminn, sýnist mér og það vantar heilmikið í þau. T.d. sá ég enga kvöð að viðkomandi erlendi aðili þurfi að hafa íslenskt lögheimili hérna eða lögfesti.

Þegar skoðað er kort af Íslandi hjá Landskrá sést fjölda Þjóðlenda, en Þjóðlenda er skilgreind í þjóðlendulögum sem „landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi.“ Eignarland er hins vegar „landsvæði sem er háð einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma.“

En það sést líka gríðarlega stórt svæði sem er ÓSKILGREINT skv. Landsskrá. Hver á allt þetta flæmi? Sveitarfélög? Eða er Þjóðlendunefnd að vinna í þessu? Mér sýnist í fljótu bragði engar breytingar hafa verið gerðar og raun gætu erlendir milljarðamæringar eða jafnvel erlend ríki keypt upp Ísland.

Hvað varð um frumvarp Sigurðs Inga í Framsókn? Af hverju er ekki fjallað um þetta mikla hagsmunamál? Sérstaklega í ljósi þess að við höfum ríkisstjórn sem vill koma okkur undir vald embættismanna í Brussel.

Ég sé fyrir mér að Brussel vilji komast yfir bæði fiskimiðin og hálendið og orkuna þar. ESB er í orkuskorti.

Sem sagt innganga inn í ESB varðar ekki bara fiskimiðin okkar, heldur hálendið okkar. ESB ríkisstjórnin á Austurvelli, hefur enga stefnu eða útlistað hvernig ætti að haga viðræðum við embættismennina í Brussel. Það eru gríðarlegar náttúruauðlindir í hálendinu og það þarf að taka umræðu um málið.

Heimildir:

https://www.ruv.is/kveikur/thetta-eru-jardirnar-sem-ratcliffe-hefur-keypt
https://www.ruv.is/kveikur/ratcliffe-storeykur-eignaumsvif-sin-a-islandi
https://www.althingi.is/lagasafn/pdf/154a/2004081.pdf
https://www.althingi.is/altext/146/s/1156.html
https://utvarpsaga.is/herda-tharf-reglur-um-jardakaup-erlendra-audmanna-her-a-landi

einnig Bændablaðið, Kjarninn m.fl.

Höfundur skrifar undir nafninu Flatnefur.

Fara efst á síðu