Jesú, María Mey og Jósef sýnd sem arabar með Palestínuslæður

Sænski miðillinn Samnytt greinir frá því, að jólaskreyting í dómkirkjunni í Strängnäs hafi vakið viðbrögð og harða gagnrýni. Þar voru litlar dúkkur af Maríu Mey, Jósef og Jesús klæddar í Palestínuslæður araba sem mátti túlka sem að þau væru arabar sem vildu útrýma Ísrael. Yael Sages Wahlström í Lundi setti mynd af þessari nýtúlkun á Jesús og fjölskyldu hans út á samfélagsmiðla og ásakar sænsku kirkjuna um að reyna að endurskrifa söguna um frelsarann Jesú Krist. Skreytingin hefur núna verið fjarlægð.

Samnytt hafði samband við Jenny Sjögreen aðstoðarprest dómkirkjunnar sem segir að skreytingin sýni foreldra Jesús, Jósef og Maríu ásamt Jesú, þegar hann var 12 ára gamall og er að ræða við tvo presta.

Jenny Sjögreen aðstoðarprestur dómkirkjunnar í Strängnäs segir sýninguna vera hluta af gangandi sýningu kirkjunnar og slæðurnar líkist „bara af tilviljun Palestínuslæðum vegna munstursins.“

Yael Sagers Wahlström í Lundi er engan vegin sammála:

„Dúkkurnar bera Palestínuslæður og ef maður klæðir Jesúsdúkkur í Palestínusslæður, þá er verið að ýta undir þann uppspuna, að Jesú hafi verið Palestínumaður.“

Wahlström er gyðingur og segir:

„Séð í ljósi alls þess gyðingahaturs sem breiðist núna út um allt, þá er það mjög mikilvægt að réttar upplýsingar komi fram. Við lifum á erfiðum tímum núna. Ég þekki nokkra ágætis presta en sænska kirkjan er annars mjög vinstri sinnuð og aðlagar söguna eftir því sem hentar þeim.“

Aðstoðarpresturinn segir að búið sé að fjarlægja skreytinguna og að kirkjan muni athuga klæðnað dúkkanna. Ný sýning vegna jólanna á að koma í staðinn.

Vonandi setur sænska kirkjan ekki sprengjubelti á Jesú miðjan.

Fara efst á síðu