Javier Milei forseti Argentínu. (Mynd © Casa Rosada, Argentina Presidency of the Nation, CC 2.5).
Javier Milei fagnar ári sem forseti Argentínu og hann hefur sannarlega ástæðu til þess og landsmenn allir. Sparnaðaraðgerðir hans hafa dregið verulega úr útgjöldum landsins og í fyrsta skipti í yfir 120 ár hefur þjóðin engan fjárlagahalla.
Javier Milei varð forseti 10. desember 2023 og tók við hagkerfi landsins sem var svo illa leikið af langvinnri verðbólgu að stórmarkaðir þurftu að breyta vöruverði á hverjum degi. Ári síðar sýnir sig að niðurskurðarstefna hans hefur borið árangur og allt annar stöðugleiki kominn í efnahagskerfið.
Verðbólgan var 2,7% í október 2024 samanborið við 25% í desember 2023.
Milei sagði nýlega í beinni sjónvarpsútsendingu:
„Fjárlagahallinn var rót alls þess vonda hjá okkur – án hans verða engar skuldir, engin losun, engin verðbólga. Í dag hefur Argentína viðvarandi tekjuafgang af fjárlögum í fyrsta skipti í 123 ár.“
Á myndbandinu má heyra Milei lýsa hvernig honum hefur tekist að fá tök á efnahagsmálunum:
In a historic moment for Argentina, Javier Milei proudly announces the country’s first budget surplus in 123 years
— Steve Gruber (@stevegrubershow) December 11, 2024
"The deficit was the root of all our evils—without it, there’s no debt, no emission, no inflation. Today, we have a sustained fiscal surplus, free of default, for… pic.twitter.com/39XV3QCN9S