Jagúar „slaufar“ vörumerkinu

Hið klassíska lúxusbílamerki Jaguar tilkynnir áform um að verða „fjölbreytilegra.“

Hið gamalgróna breska bílmerki Jaguar sætir harðri gagnrýni eftir að hafa hleypt af stokkunum nýju auðkenni vörumerkisins. Auglýsing með áherslu á „fjölbreytileika“ og nýtt lógó hefur vakið hörð viðbrögð, ekki síst hjá íhaldssömum aðilum eins og Elon Musk.

Jaguar auglýsti nýja vörumerkið á samfélagsmiðlum sínum í vikunni og á myndbandi sjást kynjaðar fyrirsætur frá löndum utan Evrópu í litríkum fötum með skilaboðum eins og „lifið lifandi“ og „eyðið venjulegu“ segir í frétt Forbes. Nýja lógóið kemur án jagúarsins með slagorðinu: „Afritar ekkert.“

Auglýsingin hefur sætt mikilli gagnrýni. Ein athugasemd á Instagram sem hlotið hefur meira en 13.000 „likes“ segir breytingu Jaguar „slátra bresku táknmyndinni.“

Jaguar logotyp 2024 bilar
Nýja lógo Jaguar.

Í fréttatilkynningu ver Jaguar auglýsinguna og segir að hún „…afhjúpi vel hið endurhannaða vörumerki þar sem áhersla er lögð á listræna tjáningu.“ Fyrirtækið tilkynnti einnig að næsta skref í umbreytingu Jaguar verði kynnt þann 2. desember á Miami Art Week.

Seljið þið bíla?

Elon Musk, stofnandi Tesla og eigandi X, gagnrýnir auglýsinguna í færslu á X og spyr: „Seljið þið bíla?“ Færslan hefur verið skoðuð yfir milljón sinnum og fengið likes langt umfram þau 9.000 sem Jaguar hefur fengið hingað til.

Breska sjónvarpskonan Bev Turner á GB News lýsir herferð Jagúar sem „… slaufaðasta, tilgerðarlegasta hluta kynbundinnar sjálfsfullnægjandi menntaskólalistar.“

Þrátt fyrir hörð viðbrögð virðist Jaguar ætla að halda sig við nýja stefnu sína. Í svari við ummælum þar sem fyrirtækið var ásakað um að „flekka“ hið gamalgróna vörumerki, þá svaraði Jaguar:

„ Þvert á móti. Þetta er endurreisn.“

Samkvæmt framtíðarsýn fyrirtækisins er stefnt að því að Jagúar verði alrafmagnað ökutæki í síðasta lagi á næsta ári.

Fara efst á síðu