Ekki verður kvartað undan árangri jafnréttisbaráttu kynjanna í Svíþjóð þessa dagana. Konur hafa fundið nýja starfsgrein þar sem verulega hallaði áður á konur en þær hafa sótt í sig veðrið þar að undanförnu: glæpastarf glæpahópanna. Konurnar eru ekkert að bíða eftir að verða boðin störf, þær klífa beint inn í hópinn og bjóðast til að sinna glæpastörfum og manndrápum ekki á lélegri hátt en karlmenn hafa hingað til gert. Þær ætla heldur ekki að sætta sig við takmarkanir eins og að vera „vinkona einhvers glæpamannsins.“
Af tæplega 62 þúsund einstaklingum sem lögreglan metur að séu tengdir eða virkir í glæpahópum í Svíþjóð eru 10 þúsund konur. Í nýrri skýrslu (sjá pdf að neðan) Fyrirbyggjandi ráðsins, Brotttsförebyggande Rådet, Brå, segir að hluti kvennanna starfi í glæpahópunum í afgerandi störfum. Venjulegustu störfin er að flytja, pakka og geyma eiturlyf; taka þátt í fjársvikamálum og peningaþvætti og einnig að gera manndrápin möguleg með því að tæla skotmörk svo hægt sé að komast að þeim. Katharina Tollin, verkefnisstjóri hjá Brå segir að „störf kvennanna sér til þess að dreifing eiturlyfja í Svíþjóð gengur snurðulaust fyrir sig.“
Samtímis lenda þær oftar undir ratsjá lögreglunnar en mennirnir og einmitt þess vegna eru þær aðlaðandi fyrir glæpagengin. Það stangast á við almenna sýn á konum innan þess hluta innflytjendasamfélagsins sem meirihluti glæpagengja er sóttur til. En þarfir hinnar skipulögðu glæpastarfsemi hefur tekið yfir og er núna brautryðjandi í jafnréttismálum kynjanna í Svíþjóð.
Peningar og staða lokka
Hér er ekki verið að ráða í stöður með glitri og slagorðum. Drifkrafturinn er jarðbundinn – peningar, hollusta og staða. Brå sýnir að konur skapa ekki „karríer“ eins og mennirnir en þær eru sveigjanlegri og þurfa sjaldan að „hætta.“ Þær koma inn í gegnum vináttu og sambönd, ekki í gegnum reynslutíma og sendilsstörf. Sá sem vill vera „jafn góður og strákarnir“ kýs að sitja ekki í farþegasætinu. Ein stúlknanna sem heldur sig framarlega í glæpaheiminum segir:
„Þegar hann var stressaður og vissi ekki hvað hann átti að gera, af því að hann var kærastinn minn, þá sagði ég: „Hvað get ég gert?“ Og svo hjálpaði ég þeim að hreyfa við öllu öðru líka. Og skyndilega var ég komin inn í allt.“
Þetta er líka þar sem „hið framsækna jafnrétti“ birtist: stúlkurnar sækjast sjálfar eftir verkefnum, þær eru ekki bara „ráðnar.“ Þær vilja ekki vera settar í hlutverk fallegu kærustunnar heldur klífa inn sem flutningsmenn, sendiboðar og sá sem gerir „það sem þarf að gera.“
Gerendur „í meira mæli en við héldum“
Þær 10.000 konur sem voru kortlagðar eru að meðaltali grunaðar um 18 refsiverða glæpi hver, þar af fimm á tímabilinu 2021–2023. Þetta eru lægri tölur en hjá körlum, en langt frá því að vera í útkantinum. Sumar af lægri tölunum eru vegna þess að stúlkurnar sjást ekki enn á ratsjá lögreglunnar og geta því starfað óáreittar og áhættulaust.
Gögnin sýna einnig að sífellt fleiri glæpakonur beita ofbeldi sem áður hefur verið tengt við „karlkyns testósterón.“ Til dæmis „refsingar“ með alvarlegu ofbeldi og niðurlægjandi þáttum gegn öðrum konum, þar sem mennirnir snerta ekki hitt kynið. Karolina Hurve, rannsakandi hjá Brå útskýrir:
„Þær eru eftirsóttar til að framkvæma „refsingar“ gagnvart öðrum konum í glæpanetinu, þar sem ekki er talið að karlmenn eigi að taka slíkt að sér.“
Brå setur skýrt fram að mikilvægi kvenna fyrir glæpastarfsemina er meira en formleg staða þeirra gefur til kynna. Það er erfiðara að uppgötva þær, þær sýna hollustu og eru tiltækar. Þrjú dæmigerð störf koma fram í gögnunum: 1) tímabundin verkefni (geymsla vopna, flutningur pakka), 2) samfelld verkefni sem næstum verða að fullu starfi (flutningur fíkniefna) og 3) eigið fyrirtæki (smásala eiturlyfja). Erfiðast er að hætta frá flokki tvö, þegar glæpastarfið hefur orðið að lífsstíl.
„Afhjúpun“ langt frá því að vera öll skýringin
Margar þeirra sem rætt var við kenna geðsjúkdómum, heimilisofbeldi, fíkniefnaneyslu, skólamistökum (oft tengdum ADHD greiningu) og snemmbúnum vistunum í systur- eða HVB heimilum um að hafa lent á glæpabrautinni. Margir koma þó frá vel settum heimilum en leita engu að síður í umhverfi glæpahópanna. Brå leggur áherslu á að það sé aðeins í einstökum tilfellum sem hægt sé að nota upptalda þætti í æsku sem skýringarlíkan. „Eigin drifkraftur og völd“ eru lykilatriði til að skilja hvers vegna stúlkurnar leggja út á glæpabrautina.
Samkvæmt skýrslu Brå er hlutfall kvenna sem hægt er að tengja við glæpahópana nú nærri 20%. Kallað er eftir því að lögreglan þrói vinnulag, eftirlit og glæpamannsgreiningu einnig á kvenmenn, þar sem „ósýnileiki“ þeirra í dag er samkeppnisforskot fyrir glæpahópana.
Það er því um verulegan árangur í langri jafnréttisbaráttu kynjanna að ræða í starfsgrein þar sem enginn vill sjá aukið jafnrétti kynjanna. Aukin ásýnd kvenna í heimi glæpagengja endurspeglar löngun eftir svigrúmi og stöðu. Kvenlegir eiginleikar eru eftirsóknarverðir fyrir glæpastörfin vegna minni hætta á uppgötvun. Og árangurinn næst án þess að það þurfi að nota neinn kynjakvóta gegn kynjamismunun.
Skýrsla Brås „Stúlkur og konur í neti glæpahópanna“
