Magdalena Anderson, foringi jafnaðarmanna í Svíþjóð, vill að innflytjendur verði með lögvaldi fluttir úr viðkvæmum hverfum til betur efnahagslegra settra svæða í Svíþjóð.
Í sumar héldu sænskir kratar flokksfund í Gautaborg og ákváðu að slást fyrir hugmynd sinni í kosningunum á næsta ári að nauðungarflytja fólk til að „blanda saman við innfædda á virkan hátt.“ Svíþjóðardemókratar gagnrýn hugmyndina harðlegaa og segja að breyta eigi Svíþjóð í eitt allsherjar viðkvæmt hverfi. Nýlega birti Folkpartiet mynd af Svíþjóð sem sýndi 180 viðkvæm svæði með 700 þúsund íbúum Svíþjóðar.
Samkvæmt nýju áætluninni um nauðungarflutninga fólks til að „blanda innfluttum við innfædda“ þá segjast jafnaðarmenn vera að útrýma öllum „viðkvæmum svæðum.“ Samkvæmt hugmyndinni eiga innflytjendur ekki að hrúgast á svæðum þar sem margir lifa á félagsbótum heldur á að dreifa þeim til betur settra svæða. Jonas Atenius, ráðandi krati í Gautaborg, segir að blanda verði þjóðinni saman til lengri tíma hvað varða þjóðerni og stéttarlegan bakgrunn:
„Við þurfum að blanda íbúum saman litið til lengra tímabils. Ég segi venjulega „á tíma einnar kynslóðar.“ Þetta er langtímaverkefni.“
Svíþjóðardemókratar bregðast hart við og segja að hér sé um tilraunastarfsemi ríkisins með nauðungarflutningum almennings að ræða. Mattias Karlsson skrifar á X (sjá að neðan):
„Þeir halda áfram að vinna gegn aðlögun og ákveða að blanda eigi öllum íbúðarhverfum í Svíþjóð með lagavaldi.“
Samkvæmt Karlson þýðir hin nýja ríkisrekna nauðungarstefna sósíaldemókrata að:
„Það verður gjörsamlega ómögulegt fyrir Svía að láta börn sín vaxa upp í umhverfi sem einkennist að mestu af sænskri menningu og sjálfsmynd. “
Allt Svíþjóð verður viðkvæmt svæði
Charlie Weimers, ESB-þingmaður Svíþjóðardemókrata, skrifar að blöndunarstefna jafnaðarmanna sé að „gera allt Svíþjóð að einu viðkvæmu svæði.“
Socialdemokraternas integrationspolitik är alltså att göra hela Sverige till ett utsatt område.
— Charlie Weimers MEP 🇸🇪 (@weimers) June 2, 2025
Väl mött i valrörelsen. https://t.co/zggA9goRTI
Benjamin Dousa frá Móderötum segir í viðtali við Expressen:
„Magdalena Andersson ætti að heimsækja viðkvæm svæði og segja móður minni og öllum öðrum sem búa í úthverfum, að þeir verði teknir frá heimilum sínum og fluttir annars staðar.“
Vinstri menn í Svíþjóð stimpla, eins og Viðreisn og jafnaðarmenn á Íslandi, alla þá sem vilja ræða innflytjendamálin af skynsemi sem rasista. Þeir hafa sjálfir skapað ástandið með stefnu sinni og segjast svo hafa fundið lausnina sem mun margfalda vandann.