Jafnaðarmenn í Svíþjóð boðuðu nýlega til blaðamannafundar til að tilkynna að þeir krefjast þess, að stjórnvöld sendi bæklinginn Gengjatal „Gang talk“ til allra sænskra heimila með börn á skólaaldri. Nú gerir Aftonbladet sem er málgagn jafnaðarmanna grín að sósíaldemókrataflokknum fyrir fávísina.
Á blaðamannafundi í vikunni hvatti Teresa Carvalho, varaformaður vinnumarkaðsnefndar, stjórnvöld til að grípa til fleiri aðgerða gegn glæpamennsku glæpahópanna og vaxandi upptöku ungs fólks í glæpagengin.
Hún ræddi um tvær leiðir til að stöðva ofbeldið: Ein er sú að bæklingurinn Gengjatal „Gang talk“ verði sendur til allra sænskra heimila með börn á skólaaldri. Hin leiðin er sú, að lögreglan heimsæki skóla og upplýsa börn og unglinga um ráðningaraðferðir glæpaklíkanna. Teresa Carvalho sagði:
„Við verðum að auka almenna þekkingu á því, hvaða afleiðingar það getur haft fyrir þann sem tekinn er inn í hópana. Við verðum að vara æskuna við glæpaklíkunum á sama hátt og við höfum alltaf varað við þrjótum.“
Gert hefur verið grín að blaðamannafundinum að bæklingur eigi að duga til að stöðva glæpamennskuna. Meira að segja hið flokksholla sósíaldemókratíska Aftonbladet er efins. Fréttadálkahöfundur Oisin Cantwell lýsir ástandinu í grein með fyrirsögninni: „Gengin drepa og jafnaðarmenn veðja á bækling.“ Hann skrifar:
„Átta fréttamenn, mismunandi uppgefnir, þóttust skrifa minnispunkta og stjórnmálamaðurinn gelti áfram.“
Unglingar gerðir tortryggilegir
En hvað inniheldur bæklingurinn? Við nánari skoðun, þá kemur í ljós að um er að ræða enn einn rétttrúnaðarboðskapinn sem hefur ákaflega lítið með raunveruleikann að gera. Vegna þess að glæpahóparnir eru aðallega innflutt vandamál, þá er bæklingurinn þýddur á níu tungumál meðal annars arabísku, sómalísku, tígrínsku og tyrknesku. Gefið er í skyn að sænskir unglingar tælist einna helst til glæpahópanna til að gerast glæpamenn.
Svíþjóðardemókratinn Richard Jomshof, formaður dómsmálanefndar sænska þingsins er lítið hrifinn af þessari „lausn“ jafnaðarmanna. Hann telur að stöðvun hins hömlulausa fólkinnflutnings frá Miðausturlöndum og Afríku gerði meira gagn.