Já, þetta er auðvitað mjög ómerkilegt…

Bjarni Benediktsson, í annað sinn fyrrverandi forsætisráðherra til skamms tíma, hefur verið í öllum ríkisstjórnum Íslands síðan eina „alvöru“ vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sprakk á limminu vorið 2013. Reynslan af þessum áratug sýnir, að Bjarni Benediktsson er meðhlaupari en ekki leiðtogi. Sjálfstæðismenn, það er að segja þeir sem eftir eru í flokknum, ættu að reka hann úr forystustörfum hið fyrsta og endurnýja flokksforystuna áður en þessi mikli flokkur fer sömu leiðina og aðrir lýðveldisstofnendaflokkar: gefur upp öndina.

Það er auðvitað mjög merkilegt að heyra málefnaflutning formanns Sjálfstæðisflokksins þegar hann mætir athugasemdum og eðlilegri gagnrýni um galopin landamæri, atlögu að atvinnugreinum eins og hvalveiðum, hóflausri þenslu ríkisbáknsins og nauðgun þjóðarinnar undir ofurveldi Evrópusambandsins.

Bjarni Benediktsson er ófær um að sjá eigin stjórnarsetu í tengslum við ástand landsmanna og mætir þeim annað hvort með fullyrðingum um að hann komi ekki málum í gegn vegna andstöðu annarra flokka eða þá að hann bókstaflega ullar út úr sér tunguna eins og hann gerði í viðtalinu við ágætis blaðamann Morgunblaðsins, Stefán Einar Stefánsson. Að ráðast á boðberann er algengt meðal rökþrota stjórnmálamanna. Hverfi boðberinn af sjóndeildarhringnum, þá hverfur vandinn líka….að minnsta kosti tímabundið.

Landamærin voru opnuð á vakt Bjarna Benediktssonar

Þetta hrokaheilkenni einkennir annars helst vinstri valkyrjur eins og Jóhönnu Sigurðardóttir og Jú eintsínoþingjet Steingrím kolsvartan sósíalistann. Bæði tvö voru send til fjalla í kosningunum eftir Icesave og Sigmundur In Defence og Bjarni Ben tóku við stýrinu.

Í Svíþjóð þjáir sama heilkenni sænska jafnaðarmenn sem eftir 70 ára stjórnarsetu héldu enn að þramma um götur til að segja Svíum hvað allt væri slæmt án þess að neitt væri þeim sjálfum að kenna.

Hver á að trúa því að maður sem hefur setið í öllum ríkisstjórnum síðan 2013 sé allt í einu ellefu árum síðar að uppgötva galla samfélagsins sem að sjálfsögðu eru ekki honum eða samstarfsflokkunum að kenna? Landamærin voru opnuð á vakt Bjarna Ben og risavaxin innflytjendavandamál litlu þjóðarinnar sköpuð af þeim ríkisstjórnum sem Bjarni Ben sat í. Hann hefur haft öll þessi ár til að vinna gegn þessari vansinnu en hefur í staðinn látið hana viðgangast og verða að næstum ofvöxnu vandamáli fyrir þjóðina.

Formaður þjóðaröryggisráðs ræðst á blaðamann sem spyr um hættur tengdum innflytjendamálum

Hinn viðkunnanlegi og málefnalegi blaðamaður Spursmála, Stefán Einar Stefánsson.

Núna hreytir Bjarni Ben því út úr sér við spyrjanda þáttarins Spursmál, að það sé ómerkilegt að spyrja sig sem formann þjóðarör­ygg­is­ráðs um lausa hryðjuverkamenn á götum Akureyrar. Bjarni hefði sjálfsagt viljað að Stefán ræddi frekar litina á skónum sínum en að grennslast eftir ábyrgð hjá þjóðaröryggisráði um öryggismál landsmanna. Svo eyddi Bjarni tíma í að lítillækka spyrjandann með því að segja að hann vissi nú ekki mikið um það sem lögreglan vissi um. Þannig tókst Bjarna Ben að eyðileggja umræðu um eitt af þýðingarmestu málum Íslendinga í dag vegna hömlulauss innflutning fólks þar sem harðsvíraðir vígamenn fljóta með.

Bjarni skilur ekki að orðin sem hann segir í dag ber þjóðin saman við gjörðir hans á undanförnum árum. Hann reynir að krækja í atkvæði út á það, að hann sé að „ná niður kostnaði vegna innflutningsins og takmarka innflutninginn.“ Spurningin sem fólk spyr er að sjálfsögðu: Hvað hefur þú verið að gera allan þennan tíma sem þú hefur verið í ríkisstjórn Bjarni Benediktsson? Af hverju settir þú vinstri menn í forsætisráðuneytið og varst í tvö kjörtímabil þægur meðreiðarsveinn Vinstri grænna?

Þjóðin hefur ekki enn náð sér eftir Icesave-árás útrásarvíkinga og vinstri manna

Steingrímur og Jóhanna, forystumenn hinnar einu og sönnu vinstri stjórnar á Íslandi. Þau fóru hálfgrátandi heim eftir verstu rassskellingu vinstri manna í manna minnum.

Vinstrimönnum tókst að nýta sér ringulreiðina sem vinir þeirra, útrásarvíkingarnir, skildu eftir þegar þeir stálu innistæðum bankanna á Íslandi. Vinstri menn hófu síðan nornaveiðar í stórum stíl gegn aðallega sjálfstæðismönnum og komu á eigin dómskerfi til að reyna að fangelsa viðkomandi til dæmis Davíð Oddsson og Geir Haarde. Sem betur fer misfórust þær nornaveiðar að lokum, Efta dómstóllinn dæmdi stefnu Davíðs Oddssonar og þjóðarinnar lögmæta. ESB hrökklaðist út í horn.

Sjálfstæðismenn eftir Davíð Oddsson skortir tilfinnanlega leiðtoga og Bjarni Ben hefur sýnt að hann hikar ekki við að fara með flokkinn niður í rúmlega 12% fylgi. Það er vansæmd að virðingu að hann skuli enn lifa í þvílíkri pólitískri afneitun.

En það er einmitt eitt af einkennum heilkennisins.

Að sjálfsögðu er það hlutverk hins sanna blaðamanns að bera upp spurningar af því tagi sem Stefán bar upp við Bjarna og á Stefán þakkir skildar fyrir. Það er bara að taka undir með Stefáni Einari Stefánssyni, þegar hann segir:

Það verður að koma í ljós hvort kjós­end­um og al­menn­ingi finn­ist það ómerki­legt af minni hálfu að bera þetta hérna upp við formann þjóðarör­ygg­is­ráðs.

Og bæta má við:

Bjarni Ben, taktu pokann þinn – þú ert rekinn!

Fara efst á síðu