Varaforseti J.D. Vance vann í skoðanakönnun á þingi íhaldsmanna Conservative Politicala Action Conference, CPAA 2025, fyrir forkosningar repúblikana um forsetaefni ár 2028.
J.D. Vance var í efsta sæti með 61% atkvæða. Steve Bannon varð í öðru sæti með 12% atkvæða. Í þriðja sæti varð ríkisstjórinn Ron DeSantis með 7% atkvæða.

Skoðanakönnun CPAC er gerð árlega á ársþingi íhaldsmanna. Trump forseti hefur verið í efsta sæti undanfarin níu ár. Árið 2028 verður öðruvísi, þar sem Trump lætur frá sér MAGA (Make America Great Again) keflið til næsta MAGA frambjóðanda flokksins. Verða það fyrstu alvöru forkosningar repúblikana síðan 2016.
Það tók ekki varaforsetann J.D. Vance langan tíma að verða eftirlætisframbjóðandi íhaldsmanna og MAGA – hreyfingarinnar. J.D. er vinsæll meðal grasrótarinnar og styrktaraðila. Hann hefur einnig fengið góðan byr eftir ræðuna sem hann flutti í síðustu viku fyrir ESB-hirðina á München ráðstefnunni þar sem hann var svo hrikalega heiðarlegur að þeir fóru að skæla.