Ítalía krefst þess að Evrópusambandið dragi til baka fáránlegt bann á sölu bensín- og dísilbíla

Ríkisstjórn Giorgia Meloni á Ítalíu skorar á Evrópusambandið að afnema hið fáránlega, yfirþjóðlega „græna“ bann á nýsölu bensín- og dísilknúinna ökutækja sem taka á gildi árið 2035. Ítalía sakar ESB um að hafa týnt sambandi við raunveruleikann í „ hugmyndafræðilegri sýn.“ Matteo Salvini segir það nauðsynlegt til að koma í veg fyrir „efnahagslegt, félagslegt og umhverfislegt sjálfsmorð.”

Gilberto Pichetto Fratin, orkumálaráðherra Ítalíu, hélt ræðu á Ambrosetti Forum í Cernobbio og sagði, að það „yrði að breyta banninu.” Fratin sagði bann ESB vera „fáránlegt“ og dæmi um óraunhæfan ríkisbúskap.

Vantar skýra stefnu til að koma í veg fyrir hrun

Adolfo Urso, ráðherra efnahagsþróunar, hefur haft uppi svipaða gagnrýni um áhrif grænna stjórnmálaákvarðana á bílaiðnaðinn og hvað þær kosta bílaiðnaðinn. Hann tók sem dæmi alvarleg vandamál þýski bílarisans Volkswagen sem glímir við harða samkeppni frá niðurgreiddum bílaiðnaði kommúnista-Kína. Urso sagði:

„Í óvissu landslagi sem hefur áhrif á þýska bílaiðnaðinn þarf skýra stefnu til að koma í veg fyrir að evrópski iðnaðurinn hrynji. Evrópa þarf raunsærri sýn, hugmyndafræðilega sýnin hefur brugðist. Við verðum að viðurkenna það.”

Vilja afnema tilskipanir ESB með landslögum

Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og flokksleiðtogi Lega, er ekki náðugur. Hann leggur fram lagatillögu sem skyldar ítölsk stjórnvöld til að fella úr gildi tilskipun Evrópusambandsins.

Eins og hann orðar það:

„Til að forðast efnahagslegt, félagslegt og umhverfislegt sjálfsmorð. Þróun, vöxtur og sjálfbærni lands okkar eru í húfi.”

Sjá nánar hér

Fara efst á síðu