Það gæti bráðum orðið ólöglegt fyrir aðgerðarsinna í loftslagsmálum að loka vegum á Ítalíu. Giorgia Meloni, forsætisráðherra landsins, hefur ásamt ríkisstjórninni tekið fram ný lög sem gera það refsivert að loka götum með allt að tveggja ára fangelsi.
Bráðum gætu ný öryggislög orðið að veruleika á Ítalíu sem bitna harkalega á loftslagsaðgerðarsinnum. Lögin banna lokun vega. Lögin hafa verið samþykkt af þinginu og bíða samþykktar öldungadeildarinnar segir í frétt France 24.
Að sögn blaðsins er Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra á mynd (Wikipedia), ein aðal driffjöðrin á bak við lögin. Giorgia Meloni forsætisráðherra og ríkisstjórnin hafa samþykkt lögin, sem gætu leitt til þess að loftslagsaðgerðarsinnar verði dæmdir í tveggja ára fangelsi og til greiðslu hárra sekta setji þeir upp vegatálma sem hindra umferð. Tilgangur laganna er meðal annars að koma í veg fyrir mótmæli gegn tveimur stórum innviðaframkvæmdum: Annars vegar brú til Sikileyjar og hins vegar hraðbraut frá Tórínó til Lyon í Frakklandi.
Rasandi yfir lögunum
Margir blaðamenn og umhverfisverndarsinnar eru rasandi yfir lögunum. Blaðakonan Anna Bonalume segir, að stjórnvöld „vilji nota lögin til að höfða til þess hluta samfélagsins sem aðallega kýs hægriflokka.“ Hún telur einnig að lögin höfði til fólks sem „er mun minna viðkvæmt fyrir málefnum borgaralegra réttinda, vinnuvandamála og loftslagsbreytinga“.
Stjórnarandstöðuflokkurinn Fimm stjörnu hreyfingin hefur miklar áhyggjur af nýju lögunum og telur að þau séu „afar kúgandi ráðstöfun“ sem miði að því að „þagga niður pólitíska og félagslega andstöðu.“
Salvini, sem fer fyrir Lega-flokknum, segir hins vegar að „venjulegt fólk“ þurfi ekkert að óttast. Lögin munu fyrst og fremst bitna á loftslagshópnum „Last Generation“ sem hefur staðið fyrir mörgum vegatálmum á undanförnum árum.