Ítalía herðir lög gegn staðgöngumæðrum og gagnrýnendur telja að það muni bitni hart á LGBTQ fólki sem vill eignast börn. Áður voru staðgöngumæður bannaðar innanlands og hafa þá Ítalir farið til útlanda í þeim tilgangi að fá konur til að fæða fyrir sig börn. Núna verður alfarið bannað að kaupa staðgöngumæður svo lokað er fyrir, að Ítalir geti keypt sér staðgöngumæður erlendis. Þeir sem brjóta lögin eiga hættu á tveggja ára fangelsi og háum sektum.
Giorgia Meloni forsætisráðherra fagnar samþykkt nýju laganna sem alfarið bannar Ítölum að eignast börn í gegnum staðgöngumæður bæði erlendis og heima fyrir. Meloni skrifar á X:
„Loksins er tillagan sem gerir leigu á móðurkviði erlendis refsiverða orðin að lögum.“
Að sögn vinstra blaðsins Syre er nýju lögin mikið áfall fyrir LGBTQ fólk í landinu þar sem hún gerir samkynhneigðum pörum ómögulegt að verða foreldrar. Blaðið hefur áður skrifað um samkynhneigt par sem bíður þess að verða foreldrar í gegnum staðgöngumóður erlendis, sem segir að eini framtíðar möguleiki þeirra sé annað hvort að „vera á Ítalíu og eiga á hættu að fara í fangelsi eða að flýja land.“
Meloni sem lengi hefur gagnrýnt tilvist staðgöngumæðra sagði nýlega að „ekki væri hægt að setja verðmiða á mannslíf“ og að börn væru ekki „söluvara.“ Samkvæmt CNN nýtur Meloni stuðnings Frans páfa í málinu sem þýðir að margir kaþólikkar styðja lögin.
Gagnrýni frá LGBTQ hópum
Formaður ítalskra Regnbogafjölskyldna, Alessia Crocini, sagði eftirfarandi:
„Við sem Regnbogafjölskyldur munum ekki hætta og við munum halda áfram baráttu okkar fyrir dómstólum og á götum úti. Við munum berjast á hverjum degi til að staðfesta fegurð og frelsi fjölskyldna okkar og sona okkar og dætra.“
Ítalska stjórnmálakonan Laura Boldrini gagnrýnir einnig nýju lögin sem hún telur vera „hómófóbísk.“ Hún skrifar:
„Meint vernd kvenna og dásamaður áhugi á börnum eru bara smá laufblöð sem þessi hómófóbíska þráhyggja meirihlutans reynir að skýla sér á bak við og tekst ekkert sérstaklega vel.“