António Guterres, aðalritari SÞ, er ekki lengur velkominn til Ísraels, vegna stuðnings við hryðjuverkamenn, nauðgara og morðingja.
Reuters greinir frá því, að utanríkisráðherra Ísraels, Israel Katz, lýsi António Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, sem „persona non grata” og bannar honum að koma til Ísraels. Ástæðan er sögð vera sú, að Guterres hafi ekki fordæmt eldflaugaárás Íran á Ísrael í gær, þriðjudag, með nægjanlega skýrum hætti.
Stuttu eftir að Íran hóf eldflaugaárás sína á Ísrael, krafðist Guterres að komið yrði á vopnahlé og frekari stigmögnun stríðsins í Miðausturlöndum yrði stöðvuð. Guterres skrifaði:
„Ég fordæmi útvíkkun átakanna í Miðausturlöndum, með hverri stigmögnun á fætur annarri. Þetta verður að taka enda. Við verðum algjörlega að koma á vopnahléi.“
Ísraelsk stjórnvöld voru lítið hrifin af yfirlýsingunni og tilkynna núna, að aðalritari Sameinuðu þjóðanna sé ekki lengur velkomin til Ísraels.
Katz utanríkisráðherra Ísraels segir samkvæmt AFP: