
Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22 sendi Þjóðólfi eftirfarandi pistil sem einnig hefur birst á Facebook. Hann skrifar um hvernig samfélagið er að hruni komið, þegar margir mikilvægir þættir eru hættir að virka. Hann ræðir einnig um GÍGA hreyfinguna og endar greinina með orðunum: „Gerum Ísland gott aftur og ekki síst FRJÁLST og FULLVALDA aftur. Komdu með! Gerum þetta! Saman.“
Eldur Smári Kristinsson skrifar:
Hérna virkar nákvæmlega ekki neitt og allt eins og leggur sig er í algjörum lamasessi.
Löggjafarvaldið er orðið að einskonar afgreiðslustöð fyrir alþjóðastofnanir á borð við SÞ og ESB og þar sem allskonar rugli er þröngvað í gegnum þingið á síðasta snúning við þinglok, þar sem áhrif laga er ekki prófuð og greind áður en þau eru samþykkt. Bara plástrar eftirá.
Lögreglan er lömuð. Maður veit ekki hvort hún sé að koma eða fara eða hvaða vegferð hún er á.
Tekur mánuði fyrir fólk sem er kært að fá gögn mála sinna, óháð því hvort það sé í gegnum lögfræðinga eður ei.
Ákæruvaldið – brjáluð kerling sem er vinnustaðabúllý (að því virðist) efst þar og ónýtur og ákvarðanafælinn dómsmálaráðherra sem getur ekkert gert – eða er að bíða eftir hvað Ursula segir henni að gera.
Menntakerfið orðið að innrætingarsviði ríkisins þar sem foreldrar njóta engra réttinda – og börnin ekki heldur. Ef börnin rækja ekki innrætingarskylduna, þá mætir farsældarráð barna af öllum sínum þunga og jafnvel sundrar fjölskyldum.
Ungt fólk getur aldrei eignast þak yfir höfuðið. Enginn vill drepa bleika fílinn í stofunni sem eru vextirnir, vísitalan og óábyrg peningamálastefna.
Opinn krani úr Ríkissjóði Íslands í gæluverkefni
Við eigum okkar eigin USAID skandal nema á íslensku heitir hann ,,Opinn krani úr Ríkissjóði Íslands í gæluverkefni.“
Í landinu búa 250.000 kjósendur og helmingur þeirra eru opinberir starfsmenn, svo öryrkjar og aldraðir og svo þeir sem búa til verðmætin. En þetta fólk nær ekki að velja sér amk 32 einstaklinga (helst 63, en 32 er meirihluti) til þess að vinna fyrir fólkið í landinu, fyrir íslenska hagsmuni, fyrir frelsi okkar og fullveldi. Fyrir Ísland!
Valdagræðgis, fjölmiðla og elítuhyskið fær alltaf að stjórna. Meira að segja með Flokki fólksins! Meira að segja þeim. (Og þið sem eruð með fúnkerandi heilasellu á milli eyrnanna sjáið hvað er að gerast með það samstarf. Það eru nefnilega aðrar þrjár valkyrjur á kantinum sem vilja ólmar losna við alþýðufólkið úr stjórninni)
Vegakerfið í molum. Vestfjarðalínan er 10 milljarða verkefni sem situr alltaf á hakanum, en við eigum 5 milljarða (bara í ár) til þess að fóðra kókaíntrúðinn í Kænugarði!
Heilbrigðiskerfið er djók
Fjölmiðlar og framkvæmdavaldið matreiða stjórnmálin í almúgann þannig að stjórnmálin snúast um MENNSKU stjórnmálamanna en ekki málefnin! Það sáum við best síðustu vikuna.
Og kirkjan? Guð minn almáttugur!
Fólk er þreytt. Vonlaust. Þorir ekki að tjá sig.
Því er hótað eða útskúfað ef að það gerir það.
Í dag fór ég spontant niður í bæ með skilti. Ég braut ís.
Fólk leysti frá skjóðunni. Talaði við mig.
Ég ætla að halda áfram að hlusta.
Finnum kjark til að velja 32 (helst 63) sem vinna fyrir okkur.
Fyrir Ísland.
Gerum Ísland gott aftur og ekki síst FRJÁLST og FULLVALDA aftur.
Komdu með!
Gerum þetta!
Saman.
Eldur Smári Kristinsson

Þetta gerði ég í dag (sjá mynd að ofan).
Og ráðhúsið svaraði með þessu (sjá mynd að neðan):
