Hópurinn Þvert á flokka hélt útifund á laugardaginn og þegar myndskeið birtast af ræðuhöldum mun Þjóðólfur birta þau. Hér eru nokkrar myndir ásamt smá myndskeiði frá fundinum þar sem fallegi þjóðfáninn okkar litaði Austurvöll Jóni Sigurðssyni og öllum sönnum föðurlandsvinum til heiðurs.

Jón Magnússon Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður skrifaði eftirfarandi grein á blog.is um fundinn og þá varnarbaráttu íslensku þjóðarinnar og menningu sem fundirnir standa fyrir. RÚV og aðrir rétttrúnaðarfjölmiðlar reyndu í fyrstu að rægja og niðurlækka fundarmenn og fundina en hefur ekki orðið ágengt.
Þvert á móti hefur fundarmönnum fjölgað sem flytja mál skynseminnar og vilja varðveita lýðveldið okkar og fullveldi sem sjálfstæðrar þjóðar.
Jón Magnússon skrifar:
Landvarnarfólk
Í gær héldu samtökin „Þvert á flokka“ þriðja mótmælafund sinn á Austurvelli. Allir fundirnir hafa farið vel fram. Þeim er vel stjórnað og gætt er að öllum öryggismálum út í hörgul. Kröfur okkar eru að Íslendingar gæti að eigin hagsmunum en týnist ekki í þjóðarhafinu, tapi tungumáli sínu og menningu vegna háskalegrar, þjóðfjandsamlegrar stefnu í innflytjenda- og hælisleitendamálum.

Fundirnir eru vel sóttir, hvað sem líður fullyrðingum ákveðinna fréttamiðla um annað.
Þegar ég mætti á fyrsta samstöðufundinn til varnar íslenskri þjóð og menningu kom mér þrennt á óvart. Í fyrsta lagi hvað margir voru mættir,fundarmenn þverskurður þjóðarinnar ungir og eldri. Ungar konur með barnavagna,háskólamenntaðir og minna menntaðir o.s.frv. Í öðru lagi gott skipulag og í þriðja lagi hvað ræðufólkið var málefnalegt og laust við allar öfgar.
Í gær fór fundurinn einstaklega vel fram og það var fræðandi og um leið sorglegt að hlusta á unga konu þriggja barna móður, sem var ræðumaður á fundinum segja frá því að hún hafi ekki efni á því að gæta að tannheilsu sinni vegna kostnaðar á meðan hælisleitendur fá allar tannviðgerðir greiddar af ríkinu.
Er það afsakanlegt í siðaðra manna samfélagi, að mismuna fólki með þeim hætti sem Alþingi og ríkisstjórnir til margra ára gera þar sem hælisleitendur fá ókeypis læknisaðstoð,mat, húsnæði og ferðast um í leigubílum á kostnað skattgreiðenda. Á sama tíma er dugandi fólk í þessu okurþjóðfélagi nánast gefið á Guð og gaddinn og getur ekki notið þeirra lífsgæða sem ríkisstjórnin og Alþingi gefur hlaupastrákunum sem hafa aldrei lagt neitt til samfélagsins og fæstir mun gera það nokkurn tímann.
Slíkt þjóðfélag fær ekki staðist.

Svo virðist sem bæði fréttaelítan og því miður stjórnmálaelítan vilji sem minnst af þessari baráttu vita. Ríkisfjölmiðlarnir flytja engar fréttir af baráttu samtakanna á sama tíma og ekki má fara Hamas fáni á loft nema RÚV sé mætt til að taka myndir og segja frá. En hvar eru þingmennirnir sem segjast styðja þessi málefni. Af hverju mætir ekki einn einasti þingmaður á þessa fundi? Ekki einn.
Það verður að herða baráttuna fyrir Ísland og íslenska þjóð. Við Landvarnarmenn og konur verðum að ná árangri til að koma í veg fyrir alvarlegra slys og atlögu gegn þjóðinni, en þegar er orðið. Við viljum fá að lifa við öryggi íslendingar og tala okkar eigið tungumál og munum ekki láta það gerast að Íslendingar, íslensk menning og tunga týnist í þjóðahafinu.