Ísland eitt af sex löndum í Nató – hersveit Svía í norður Finnlandi

Sænsk leidd Nató herdeild í Norður Finnlandi aðeins 300 kílómetra frá herstöðvum Rússlands verður með þátttöku Danmerkur, Frakklands, Íslands, Noregs, Bretlands auk Svía. Þetta tilkynnti sænski varnarmálaráðherrann Pål Jonsson samkvæmt Dagens Nyheter. Talið var að Bandaríkjamenn yrðu með í herdeildinni en þau sýna engan áhuga á verkefninu sem hefur vakið vonbrigði margra. Þegar Pål Jonsson tilkynnti löndin sem eru með í verkefninu, þá nefndi hann fimm lönd, þar á meðal Ísland, en ekki Bandaríkin.

Hersveitin verður staðsett í Rovaniemi och Sodankylä og er ein af fjölþjóða Nató-herdeildum sem Norðurlönd eru að byggja upp. Þessi deild er svo kölluð FLF deild sem er skammstöfun á Nato Forward Land Forces. Hermennirnir munu taka beinan þátt í stríði þegar svo ber undir. Ekki er vitað um hlutverk Íslands varðandi herdeildina en greinilegt að íslensk yfirvöld hafa lofað einhverju fyrst nafn herlausa landsins er talið með.

Joel Linnainmäki á utanríkis pólitísku stofnuninni í Finnlandi segir, að fjarvera Bandaríkjanna sé „örugglega mikil vonbrigði fyrir bæði Finnland og Svíþjóð.“ Öðrum til dæmis sænska rithöfundinum Simon O. Pettersson finnst það hins vegar jákvætt að áhrif Bandaríkjanna minnki í Evrópu.

Ætla að byggja úkraínskar vopnaverksmiðjur í Svíþjóð

Sænska ríkisstjórnin ætlar að binda upp Svíþjóð í mörg ár við Úkraínustríðið með því að byggja úkraínskar vopnaverksmiðjur í Svíþjóð. Svipað upplegg er í Danmörku og sænski varnarmálaráðherrann segir í skriflegu svari til Dagens Nyheter:

„Svipuð fyrirkomulag [eins og í Danmörku] er mjög áhugavert fyrir Svíþjóð. Ríkisstjórnin vill efla samstarf hergagnaiðnaðarins við Úkraínu og hefur einnig hvatt sænsk vopnafyrirtæki til að koma sér fyrir í Úkraínu.“

Að koma á fót úkraínskri vopnaverksmiðju í Svíþjóð hefur sérstakar víðtækar afleiðingar. Það gæti bundið framtíðarstjórnir í Svíþjóð til að styðja stríðið í Úkraínu, jafnvel þótt ný stjórn kæmi í Svíþjóð sem vildi ekki styðja stríðið en væri bundin af vopnaframleiðslunni.

Engin takmörk virðast vera á stuðningi Svíþjóðar við stríðsrekstur Úkraínu. Á heimasíðu sænsku ríkisstjórnarinnar segir að Svíþjóð hafi aðstoðað fyrir tæpa 93 milljarða sænskra króna sem gera á annað þúsund milljarða íslenskra króna.

Fara efst á síðu