Svíþjóð hrapar í alþjóðlegu öryggisvísitölunni frá Institute for Economics & Peace (IEP) og er núna komið niður í 35. sæti (sjá skýrslu pdf að neðan).
Þetta er mikil lækkun miðað við árið 2010, þegar Svíþjóð var í hópi tíu öruggustu landa í heimi.
Á sama tíma heldur Ísland fyrsta sætinu sem friðsælasta land heims, þar á eftir koma nokkur Evrópulönd með þokkalega stjórn á innflytjendamálum. Danmörk og Finnland eru áfram í efstu tíu sætunum.


Vísitalan mælir innra öryggi, átakastig og hervæðingu. Skýrslan sýnir að heimsfriðurinn hefur minnkað á 13 af síðustu 17 árum, vegna fleiri átaka og vaxandi stórveldaspennu. Bloggarinn Pettersson segir í athugasemd:
„Einu sinni var Svíþjóð eitt öruggasta og friðsælasta land heims. Árið 2010 vorum við meðal tíu öruggustu og friðsælustu landa í heimi.“
Hann minnist bernskunnar í Stokkhólmi:
„Þegar ég heimsótti afa og ömmu þurfti ég að fara einsamall í bæinn. Mér var ráðlagt: ef þú villist, þá gengur þú í áttina að Högalidskirkjunni sem er eina kirkjan með tveimur turnum, við búum við hliðina á henni.“
Löndum eins og Íslandi, Írlandi og Nýja-Sjálandi er enn lýst sem samfélögum, þar sem ekki þarf að læsa útidyrum og reiðhjól eru án lása……. Hætt er við að ekki þekki allir íbúar þessara landa sig í þeirri lýsingu.