Þegar menn herma eftir óförum annarra, þá lenda þeir sjálfir í óförum. Það er eðlilegt. Þess vegna er það mikil hræsni að heyra valdhafa á Íslandi reka upp harmakvein yfir vaxandi „ólæsi“ meðal landsmanna. Miðað við heilaga Svíþjóð, sem er efst á vinsældalista eftirhermikráku stjórnvalda á Íslandi, þá eru ólæsir í dag yfir 780 þúsund og áætlað að talan fari yfir eina milljón Svía ár 2030. Íslensk stjórnvöld þurfa því að auka hraðann í útbreiðslu ólæsis á Fróni til að verða ekki eftirbátar Svía.
Hér er ekki verið að tala um grunnskólabörn. Tölurnar koma frá sænska sjónvarpinu SVT og sýna fjölda ólæsra og óskrifandi á aldrinum 16 – 65 ára aldurs. Samkvæmt nýjustu könnun sænsku hagstofunnar eru um 780.000 manns á aldrinum 16 til 65 ára ólæsir í Svíþjóð og þeim fjölgar hratt.
Heil kynslóð Svía verður ólæs og óskrifandi
Búist er við, að talan fari yfir 800.000 í vetur og að yfir ein milljón Svía kunni hvorki að lesa né skrifa ár 2030. Johan Pehrson, menntamálaráðherra og Lotta Edholm skólaráðherra skrifuðu í umræðugrein í vikunni:
„Ef þessi þróun heldur áfram, þá eigum við á hættu að fá heila kynslóð ungs fólks sem er ólæs.“
Hömlulaus innflutningur ólæsra heldur óskorað áfram
Ráðherrarnir minnast engu orði á að hið gengdarlausa ólæsi stafar af hömlulausum fjöldainnflutningi ólæsra fullorðinna frá þriðja heiminum sem stjórnvöld láta afskiptalaust. Ríkisstjórnin sem lofaði umpólun í innflytjendamálum heldur áfram stefnu sósíaldemókrata með galopnum landamærum og veitir 100.000 ný dvalarleyfi á á hverju ári. Er það mikil hneisa fyrir Svíþjóðardemókrata sem fengu mikið fylgi einmitt út á það að takmarka fjöldainnflutninginn. Rita Sommarkrans sem kennir sænsku fyrir innflytjendur í Västerås sagði í viðtali við SVT í vor:
„Við tökum á mót 8-10 ólæsum nemendum í hverjum mánuði.“
Jafnvel blind ríkisfjölmiðlahæna ratar á gullkorn
Að vera ólæs í Svíþjóð gerir lífið óbærilegt, því þá er ekki hægt að lesa eða borga reikninga, versla, taka á móti upplýsingum eða panta tíma hjá lækni. Fólk verður út undan í hliðarsamfélagi sem ekki getur átt venjuleg dagleg samskipti við aðra. Nákvæmlega eins og ástandið er orðið í sænsku paradísinni og verður bráðum í þeirri íslensku. Sænska sjónvarpið trúir samt á kraftaverk sænskukennslu fyrir innflytjendur. Fyrrum ólæs arabi segir við SVT:
„Ég kunni ekki stafrófið en núna get ég lesið og skrifað.“