Íslamisti að baki hryðjuverkaárásinni gegn gyðingum í Manchester

Hryðjuverkamaðurinn sem framdi blóðugu árásina á samkunduhús gyðinga í Manchester í Bretlandi á fimmtudag hefur verið greindur sem sýrlenskur íslamisti,  Jihad Al-Shamie, 35 ára gamall sem hlotið hafði bresk ríkisborgarréttindi að sögn The Telegraph. Lögreglan staðfestir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.

Það var á fimmtudagsmorgun sem hryðjuverkamaðurinn framdi árás með bíl og hníf á samkunduhús hebreska safnaðarins í Heaton Park í Manchester. Hann ók svörtum Kia Picanto fólksbíl á fólk á staðnum og steig síðan út og byrjaði að stinga fólk í kringum sig.

Árásin átti sér stað á Yom Kippur, helgasta degi gyðinga, og ódæðismaðurinn var skotinn til bana af lögreglu. Fjórir særðust alvarlega, tveir þeirra létust síðar. Fórnarlömbin voru Adrian Daulby, 53 ára, og Melvin Cravitz, 66 ára, báðir meðlimir gyðingasafnaðarins í Manchester.

Ódæðismaðurinn var skotinn áður en hann gat farið inn í synagóguna, þar sem hann hefði getað drepið fleiri. Hann var klæddur sprengjuvesti. Myndskeið frá vettvangi er á linknum hér að neðan. Vegna sterkra mynda setur X 18 ára aldurstakmark við áhorf: https://twitter.com/washington_EY/status/1973742264191991919

Bylgja gyðingahaturs

Hryðjuverkamaðurinn Jihad Al-Shamie kom til Bretlands frá Sýrlandi sem barn og ólst upp í nágrenni við synagóguna. Hann fékk breskt ríkisfang þegar hann var 16 ára gamall ár 2006. Ekki vitað hvort hann kom til Bretlands sem hælisleitandi eða í gegnum fjölskyldusameiningu og hann var ekki á skrá lögreglu yfir afbrotamenn.

Yfirrabbíninn Sir Ephraim Mirvis segir að hryðjuverkaárásin komi í kjölfar „óendanlegrar bylgju gyðingahaturs á götum okkar, háskólasvæðum, samfélagsmiðlum og annars staðar.“

Undir það tekur Nigel Farage á myndskeiðinu hér að neðan. Hann fordæmdi stuðningsmenn Hamas sem fóru í hópum út á götur til að fagna gyðingamorðunum:

Fara efst á síðu