Ísinn á Norðurpólnum er 26% umfangsmeiri í dag en hann var ár 2012

Loftslagsraunsæismaðurinn Tony Heller birti upplýsingar á X (sjá að neðan) sem varpa ljósi á rangar upplýsingar um loftslagsmál og falsáróðursherferðir vinstri fjölmiðla um allan heim.

Heller vísaði í fréttagrein BBC frá 2007 sem ber titilinn „Íslaust norðurheimskautssumar fyrir árið 2013.“ BBC varaði lesendur við þeirri meintu hættu að Norðursjór gæti orðið íslaus á sumrin þegar árið 2013:

„Nýjustu líkanarannsóknir benda til þess að sjórinn við Norðurpól gæti orðið íslaus á sumrin þegar innan við 5-6 ár.“

Þessi tilhæfulausa fullyrðing og grein BBC í heild var hönnuð til að vekja loftslagsótta meðal almennings svo hægt væri að hrinda róttækri loftslagsáætlun í framkvæmd um allan hinn vestræna heim samanber frétt BBC hér að neðan:

https://noaadata.apps.nsidc.org/NOAA/G02135/north/daily/images/2012/09_Sep/N_20120916_extn_v3.0.png… https://noaadata.apps.nsidc.org/NOAA/G02135/north/daily/images/2024/09_Sep/N_20240907_extn_v3.0.png

Heller vitnaði síðan í gögn NOAA Sea Ice Extent um ástandið á norðurskautinu frá 16. september 2012 til 7. september 2024 og komst að eftirfarandi:

„Lágmarksútbreiðsla norðurskautsins í ár var 26% meiri en árið 2012.

„@BBCNews sagði að norðurskautið yrði íslaust árið 2013.“

Þótt mælingar NOAA sýni að ís í heild í heiminum minnki aðeins, þá gerir ísinn á Norðurpólnum þveröfugt og stækkar.

Sjá mynd á X hér að neðan, grænu svæðin eru viðbót við ísinn frá 2012 og rauðu svæðin eru svæði þar sem ísinn hefur minnkað frá 2012:

Hér fyrir neðan eru svo tvær myndir sem sýna ísstöðuna 16. september 2012 og 7. september 2024:

Fara efst á síðu