Á föstudaginn langa kom Íris Erlingsdóttir í viðtal við Þjóðólf en hún er stödd í heimsókn á Íslandi með fjölskyldu sinnu. Það eru alltaf fagnaðarfundir þegar Íslendingar sem búsettir eru erlendis koma til landsins og hitta aðra fjölskyldumeðlimi, vini og vandamenn. Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá mörgum, alla vega ekki þeim sem fylgjast með fréttum, að Íris Erlingsdóttir, fjölmiðlafræðingur, er á Íslandi. Fyrir utan fjölskyldufundi skrifar hún greinar og mætir í viðtöl. Mikið hefur verið rætt um málefni transfólks, réttindabaráttu kvenna sem lauk með sögulegum sigri í Hæstarétti Bretlands í vikunni svo og málfrelsið. Lög um kynrænt sjálfræði á Íslandi eru mistök, haturslöggjöfin einnig.
Íris ræddi dóm Hæstaréttar Bretlands og finnst hálfsorglegt að það þurfi dóm frá Hæstarétti til að segja jafn einfaldan hlut og að „konur eru konur“:
„Þetta er eins og að segja rigning er blaut.“
Hún gagnrýnir RÚV fyrir að fjalla um málið út frá því hvaða áhrif dómurinn hefði á transsamtökin:
Íris er gagnrýnin á hvernig RÚV greinir frá heimildum og segir:
„Ég leitaði að frétt um málið undir Hæstiréttur Bretlands en fann ekkert þar en svo sá ég að þeir fjölluðu um málið en þá aðallega frá sjónarmiðum sérhagsmunasamtaka Transfólks…RÚV tók viðtal við „forseta“ samtakanna til að fá viðbrögð við þessum dómi en síðan er talað um árásir á transfólk í stað þess að ræða dóminn….Erlendis er þetta stórfrétt og borið saman við þegar konur fengu kosningaréttindi.“
Íris er gagnrýnin á hvernig RÚV greinir frá heimildum og segir:

„Síðan kemur RÚV með það að það hafi verið tilkynntar sjö líkamsárásir til Samtakanna 78. Eru þau orðin lögregluyfirvöld á Íslandi? Af hverju er verið að tilkynna líkamsárásir til þeirra? Ef það væri ráðist á mig niðri í bæ, þá myndi ég ekki tilkynna það til Kvenréttindafélags Íslands, ég myndi hjóla beint í lögregluna. Samtökin 78 virðist vera orðin eins konar fréttastjóri á RÚV. Fréttirnar eru sagðar í gegnum þeirra linsu.“
Íris segist erfitt að hitta Íslending á götu í miðbænum: „Ef ég spyr til vegar, þá er það aldrei Íslendingur sem svarar, það virðist vera alveg sama hvern ég spyr.“
Lögin um kynrænt sjálfræði til háborinnar skammar
Íris Erlingsdóttir segir það Íslandi til háborinnar skammar að hafa samþykkt þvílíkt rugl og vitleysu sem lögin um kynrænt sjálfræði eru:
„15 ára börn geta ekki einu sinni keypt sígarettur. Þú getur ekki fengið tattú, þú getur ekki keypt þér bjór… Að ríkið skuli standa í því að vera að gefa út fölsuð persónuskilríki fyrir borgarana….“
„Að RÚV skuli ekki haft samband við Eld Smára Kristinsson, formann Samtakanna 22 sem eru hin raunverulegu Samtök samkynhneigðra en ekki Samtökin 78 – þau eru samtök gegn málfrelsi, – að RÚV skuli ekki hafa sett sig í samband hann sem var í Bretlandi, hann var á staðnum fyrir framan dómshúsið, þegar dómurinn var kveðinn upp… Ríkisútvarp sumra landsmanna hefur áður ásakað Eld Smára um lögbrot og ærumeitt hann í beinni útsendingu tveimur dögum fyrir kosningar. Þeir hefðu a.m.k. þá getað lesið upp tilkynningu frá honum sem þeir gerðu ekki.“
Bandaríkjamenn setja kröfur um málfrelsi í tvíhliða samningum við erlend ríki
Íris ræðir um málfrelsiskröfur Bandaríkjanna í viðskiptasamningum við önnur ríki sem henni líst vel á og vonast til að það komi hreyfingu á málin á Íslandi. Hún segir:
„Kannski Snorri Másson, Miðflokknum, taki þetta upp, hann virðist vera bjartasta von landsmanna á Alþingi. Það er alveg hræðilegt að íslenska ríkið skuli vera að ofsækja einstaklinga fyrir að segja það sem allir vita….fyrir að segja að rigning sé blaut, að konur séu konur. “
Fiskibúð Fúsa
Íris er mjög þakklát fyrir að enn eru til búðir á Íslandi eins og Fiskibúð Fúsa en sonarsonurinn tók hana með sér þangað til að kaupa nýjan fisk:
„Amma, amma komdu, við verðum að segja hæ við Fúsa! Það er svo yndislegt að barnabarnið veit hver Fúsi er. Svo hljóp hann til Fúsa og sagði: Fúsi, ég ætla bæði að fá ýsu og lax!“
Smelltu á spilarann hér að neðan til að hlýða á viðtalið:
(Smá nettruflanir voru við upptöku sem lýsa sér í mynd frýs í augnablik á fáeinum stöðum og eru áhorfendur beðnir velvirðingar á því).