Írar mótmæla fjöldainnflytjendum – brenna heimili farandfólks

Um nokkurt skeið hafa Írar ​​farið margsinnis út á strætin til að mótmæla hömlulausri fjöldainnflytjendastefnu stjórnvalda. Kemur það einnig fram í færslum og myndböndum á samfélagsmiðlum, hversu Írar eru mjög á móti stefnu ríkisstjórnarinnar um „íbúaskipti.“

Um helgina fóru Írar enn og aftur út á göturnar, að þessu sinni til að mótmæla búsetu farandmanna í Coolock-hverfinu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mótmælendur safnast saman á svæðinu. Áður höfðu hátt í hundrað manns mótmælt við fyrirhugaðan farandbústað og var þá m.a. kveikt í gröfu á byggingarsvæðinu.

Dagblaðið Irish Times greindi frá því um helgina, að kveikt hafi verið þrisvar sinnum í húsnæði á byggingarsvæðiðnu á þremur dögum. Jafnframt kvartar lögreglan undan því að vera skömmuð og nefnd öllum illum nöfnum og að kastað sé gróti og öðru tiltæku í lögreglumenn.

Að sögn lögreglu er „falsupplýsingum“ dreift á samfélagsmiðlum um fyrirhugaða farandbústaði sem ætlað er að hýsa 550 nýbúa. Segja yfirvöld, að það hafi stuðlað að reiði meðal almennings.

32 voru handteknir og þrír lögreglumenn særðust í mótmælunum fyrir helgi. Hér má sjá mótmælin á nokkurm myndskeiðum frá X:

Fara efst á síðu