Írar mótmæla fjöldainnflutningi ESB

Mótmæli gegn stjórnlausum fólksinnflutningum Evrópusambandsins aukast stöðugt nema mögulega á Íslandi þar sem vinstristjórn Sjálfstæðisflokksins er við völd. Helst er mótmælt ef senda á fólk úr landi. Frá slíkum mótmælum greinir RÚV en ekkert sagt frá mótmælum á Írlandi í vikunni gegn innflytjendastefnu ESB. Sænski valkostamiðillinn Frelsisfréttir greinir hins vegar frá mótmælunum.

Írska þjóðin verður æ háværari í andstöðu sinni við innflytjendastefnu ESB. Eftir að Írar urðu fyrir ofbeldi af hálfu farandfólks hafa mótmælin færst mjög í aukana eins og í Bretlandi.

Næsti forseti Írlands?

Conor McGregor, frægasti bardagakappi Írlands, hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til forseta Írlands til að breyta stefnu írska lýðveldisins í innflytjendamálum.

„Ykkur mun aldrei takast að sigra Íra“

Írar fóru út á götur höfuðborgarinnar Dublin s.l. fimmtudag og samkvæmt GB News var um venjulega Íra að ræða. Mótmælin voru friðsöm með hefðbundnum slagorðum eins og „Erin Go Bragh” (Írland að eilífu) og „Ykkur mun aldrei takast að sigra Íra” sem er titill lags eftir þjóðlagatónlistarhópinn The Wolfe Tones.

Á O’Connell brúnni í miðborg Dublin settust mótmælendur niður og neituðu að flytja sig en lögreglan þrýsti hópnum burtu af brúnni segir í frétt Breaking News.

Andmótmælendur vinstri öfgamann höfðu sig frammi gegn „rasisma” mótmælenda og kom til átaka við lögreglu. Allt að 19 manns eru sagðir hafa verið handteknir yfir daginn.

Fara efst á síðu