Íran opnar sérstaka geðdeild til að „lækna“ konur sem neita að bera slæðu

Veggmynd af lögregluofbeldi gegn konum sem neita að bera slæðu.

Í alræðisríki íslam, Íran, eru konur sem mótmæla lögboðnum slæðum taldar geðveikar. Núna verður sérstök geðdeild opnuð í landinu til að „lækna“ slíkar konur.

Íranska ríkið tilkynnti nýlega áætlun um að byggja nýja geðdeild í höfuðborginni Teheran sérstaklega fyrir slæðulausar konur. Orðalagið í tilkynningunni um tilgang stofnunarinnar er það sama og þegar meðferðarstofnunum eiturlyfjasjúklinga er lýst.

Mehri Talebi Darestani verður yfirmaður stofnunar til lækna konur af slæðufóbíu sem talið er að sé alvarlegur geðsjúkdómur í Íran.

Að sögn Mehri Talebi Darestani, konunnar sem stjórnar geðdeildinni, þá verður um fyrstu stofnun landsins að ræða sem mun beita vísinda- og sálfræðilegum aðferðum til að eyða öllum slæðumótþróa kvenna. Þar munu konur einnig fá „kennslu“ í lögum um slæðuskyldu.

„Á þessari miðstöð verður hægt að fara í vísinda- og sálfræðilega meðferð til að láta fjarlægja mótþróa við að bera slæður. Það á sérstaklega við um æskuna og unga fullorðna og konur sem eru í leit að félagslegri og íslamskri sjálfsmynd. Að notfæra sér þjónustu stöðvarinnar er öllum frjálst.“

Stuðlar að „virðingu, hógværð og skírlífi“

Að sögn Darestani mun geðdeildin stuðla að „virðingu, hógværð, skírlífi og almennri slæðuskyldu.“ Darestani hefur áður komið fram í ríkissjónvarpi Írans til að lýsa yfir stuðningi við barnahjónabönd en í nágrannaríkinu Írak vilja shíamúslímir lögfesta 9 ára giftingaraldur stúlkubarna og leiða barnaníð í lög.

Talsmenn mannréttinda fordæma allar tilraunir til að líta á andspyrnu kvenna við að bera slæðu sem geðsjúkdóm.

Fara efst á síðu