Íran hóf eldflaugaárás á Ísrael í kvöld

Á þriðjudagskvöld gerðu Íranar eldflaugaárás á Ísrael. Fregnir bárust af hundruðum eldskeyta sem skotið var á loft og loftvarnarkerfi Ísraels Iron Dome var virkjað að hámarki til að reyna að stöðva eldflaugarnar. Margar þeirra náðu samt fram eins og sjá má á myndskeiðum neðar á síðunni.

Aðfaranótt þriðjudags hóf Ísrael innrás í suðurhluta Líbanon til að slá út innviði hryðjuverkasamtaka Hesbollah, sem Íran styður. Fyrir aðeins nokkrum dögum drápu Ísraelar Hassan Nasrallah, æðsta leiðtoga Hesbollah. Politico greinir frá því, að Bandaríkin hafi í leyni stutt innrás Ísraels gegn Hesbollah samtímis sem Bandaríkin hvöttu til vopnahlés. Yfir milljón manna hafa flúið heimili sín í Líbanon og núna undirbýr ESB sig undir nýtt flóð af flóttafólki til Evrópu.

Eftir innrás Ísraels í Líbanon gegn liðsmönnum Hesbollah óttuðust margir, hver viðbrögð Íran yrðu. Svarið kom í kvöld, þegar Íran gerði eldflaugaárás á Ísrael. Sprengingar heyrðust meðal annars yfir Jerúsalem og Tel Aviv. Ísraelska varnarmálaráðuneytið lýsti því yfir, að „allt yrði gert sem hægt væri að gera til að vernda óbreytta borgara í Ísraelsríki.“

Hér að neðan eru nokkur myndskeið frá eldflaugaárás Írans á Ísrael:

Fara efst á síðu