Innrás glæpahópa í sjúkratryggingkerfið hótar velferðarkerfi Svíþjóðar

Margir hafa undrast yfir því, hvernig standi á því að Svíar einir hafi svo marga glæpahópa, þar sem önnur Evrópulönd hafa einnig tekið á móti mörgum innflytjendum með sömu vandamál. En í gær afhjúpaðist að hið einstaka sjúkratryggingakerfi fyrir lamaða og fatlaða er nánast allt orðið eintómt svindl. 89% fatlaðra nota þjónustu fyrirtækja með „aðstoðarmönnum“ sem í rauninni eru glæpamenn og meðlimir í glæpahópum landsins. 62 af 62 stærstu fyrirtækjunum voru öll með meðlimi glæpahópa á launaskrá.

Samtals greiðir ríkið út um 27 milljarða sænskra króna árlega i aðstoð til fatlaðra. Það eru því engir smápeningar sem glæpahópunum tekst að mjólka út úr velferðarkerfinu sem eiga að fara til þurfandi í staðinn. Á blaðamannafundi um málið var að sögn ráðherra um svo umfangsmikið svindl að ræða að það væri kerfishótandi fyrir velferðarkerfi Svíþjóðar.

Svindlið gengur út á að skrá fatlaða sem eru sjaldnast fatlaðir og greiða þessum aðstoðarfyrirtækjum fyrir aðstoð sem ekki er veitt. Fyrir glæpamenn er það happdrættisvinningur að vera skráður sem starfsmaður slíks fyrirtækis með hvítar tekjur, án þess þó að sinna neinni aðstoð við fatlaða eins og haldið er fram og vera samtímis glæpamaður í fullu starfi við eiturlyfjasölu, vændissölu, mannsmygl, vopnasmygl, skotárásir, morð og sprengjuárásir.

Skýrsla sænsku skjúkratryggingastofnunarinnar sem birt var í heild sinni í fyrradag, sýnir að heil 89% „öryrkja“ hafa valið sér aðstoðafyrirtæki þar sem glæpamenn „vinna“ sem persónulegir aðstoðarmenn.

Glæpahóparnir gætu hafa fengið meira fjármagn frá ríkinu en lögreglan fær

Þannig fara um 24 milljarðar s.kr. (um 320 milljarðar ísl. kr.) af framlögum ríkisins beint til fyrirtækja með ráðna glæpamenn. Búast má við að hlutur glæpahópanna sé enn hærri, þar sem 62 stærstu aðstoðarfyrirtæki við fatlaða eru beint tengd glæpahópunum. Sjúkratryggingarnar benda á í skýrslunni að aðstoðarsvik við fatlaða séu aðeins brot af tekjum glæpahópanna í einkavæddri velferð. Ástandið gæti því verið svo slæmt að framlög ríkisins til glæpahópa gætu reynst hærri en framlög ríkisins til lögreglu, þegar allt hefur verið týnt til.

62 þúsund glæpamenn í hópum og netverki – 80% með erlendan bakgrunn

Samkvæmt gögnum lögreglu frá síðasta ári eru alls um 62.000 glæpamenn í Svíþjóð. 14 þúsund eru virkir í glæpahópum og 48 000 til viðbótar í tengdum netverkum glæpahópanna. Af þeim 14 þúsund sem eru virkir telur lögreglan að um 2000 þeirra séu „mikilvægir aðilar – það er að segja foringjar hópanna. 5300 einstaklingar tilheyra hópi „hátt settra framkvæmdaaðila.“ 95% virkra glæpamanna eru karlmenn og 5% konur.

Þá virðist sem nærri 80% þeirra sem hlut eiga að máli séu með erlendan bakgrunn og sérstaklega er önnur kynslóð innflytjenda mjög virk.

Í skýrslunni segir að þótt fólk „aðstoði“ aðstandendur eða fjölskyldu innan ramma aðstoðarbóta þýðir það engan veginn að þörfin á aðstoð sé raunveruleg, skýrslan bendir í þveröfuga átt:

„Fyrri rannsóknir á aðstoðafyrirtækjum sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi sýna að þessi fyrirtæki eru oftast með hvíta framhlið með réttu bókhaldi og góðum fjárhag, en stunda glæpastarfsemi þótt í mismiklum mæli sé. Fyrirtækin sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi eru með marga viðskiptavini sem eru nákomnir ættingjar virkra glæpamanna, eða með tengsl við þá og nánast öll með fjölskylduaðstoð á tímabilinu.“

Auk aðstoðarsvika við fatlaða glímir sænska tryggingastofnunin við ýmsa faghópa sem aðstoða glæpagengin. Um er að ræða „skjalafalsanir iðjuþjálfa, lækna og annarra starfsstétta“ segir í skýrslunni.

Skýrsluna má lesa á sænsku hér að neðan:

Fara efst á síðu