Innflytjendastofnun Bandaríkjanna ekki vettvangur til að dekra við kynvitunarhugmyndafræði 

Ríkisborgara- og innflytjendastofnun Bandaríkjanna, USCIS, hefur uppfært  reglugerð stofnunarinnar um skjöl og gagnagerð til samræmis við raunveruleikann og afnumið reglu sem heimilaði umsækjendum að velja möguleikann „X“  á umsóknareyðublöðum. 

Öll eyðublöð og skjöl USCIS munu framvegis endurspegla að ríkisstjórn Bandaríkjanna viðurkennir aðeins tvö kyn: karlkyn og kvenkyn. Með umsvifalausri gildistöku er USCIS að afturkalla stefnuna með kynvitundarmerki „X“ og snýr nú aftur til sögulegrar stefnu sinnar um að viðurkenna tvö kyn til að tryggja að upplýsingarnar sem USCIS safnar í þessum flokki veiti gagnlegan og nytsamlegan grunn fyrir auðkenningu.

Einungis tvö kyn – kyn við fæðingu gildir

Tricia McLaughlin, aðstoðarinnanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag:

„Það eru aðeins til tvö kyn — karl og kona. Kyn umsækjanda, eins og fæðingardagur þeirra, er hluti af auðkennum þeirra og USCIS notar auðkenni til að búa til áreiðanleg gögn sem deilt er með öðrum stofnunum. Gagnaflokkar eins og kyn verða að fylgja stöðlum og vera réttir.“

Embættismaður öryggisráðuneytis Bandaríkjanna sagði:

„Ákvörðunin mun hafa áhrif á ýmis mikilvæg skjöl sem USCIS sér um, þar á meðal græna kortið, atvinnuleyfi, skjöl er varða ríkisborgararéttindi og fleira.“

Innflytjendakerfið er forgangsatriði þjóðaröryggis

McLaughlin sagði einnig:

„Trump forseti lofaði bandarísku þjóðinni skynsemisbyltingu. Það þýðir að stefna bandarísku ríkisstjórnarinnar mun samræmast einföldum líffræðilegum staðreyndum. Innflytjendakerfi okkar er mikilvægt forgangsatriði þjóðaröryggis; það er ekki vettvangur til að dekra við hugmyndafræði sem skaðar börn varanlega og rænir konum reisn sinni, öryggi og velferð.“

Samkvæmt nýju reglugerðinni er kyn einstaklings það kyn sem skráð er á fæðingarvottorð við fæðingu viðkomandi. Ef uppgefið kyn umsækjanda stangast á við kyn á fæðingarvottorðinu, þá ræður fæðingarvottorðið úrslitum.

Kynvitund „Gender identity“ og kyn „gender“ í mál- og félagsvísindum verður fjarlægt úr stefnuhandbók USCIS og þess í stað verður aðeins notað kyn „sex“ samkvæmt líffræði, læknisfræði.

Byggt á grein Daily Wire sjá nánar hér.

Fara efst á síðu