Hyggjast beita sálfræðilegum þrýstingi til að fá almenning að borða skordýr

Djúpsteiktar bjöllur gætu komið í stað hangikjöts á aðfangadag sem liður í „lausn loftslagsvandans“ ef marka má markmið bresku ríkisstjórnarinnar og þrýstihóps hennar hjá NAPIC. (Mynd Takoradee CC 3.0).

Bresk stjórnvöld styðja rannsóknir stofnunar sem reynir að fá Breta til að borða skordýr. Fullyrt er að „það sé liður í lausn loftslagsvandans.“ Sameinuðu þjóðirnar reyna einnig að fá íbúa jarðar til að setja pöddur á matarborðið.

Þjóðleg miðstöð fyrir nýsköpun valkostapróteina „National Alternative Protein Innovation Center, NAPIC,“ er styrkt af breskum nýsköpunarrannsóknum til að finna leiðir í matvælaframleiðslu sem að sögn á að draga úr losun koltvísýrings. Mun protein miðstöðin beita „þrýstiaðferðum“ til að fá almenning til að velja og sætta sig við mat sem er „valkostur við kjöt.“ Glóbalistasnillingarnir reyna að telja jarðarbúum trú um, að saklaus búfénaður sem verið hefur matarkista mannskepnunnar í gegnum söguna, hafi skyndilega orðið stórhættulegur fyrir plánetuna.

Að sögn prófessors Anwesha Sarkar hjá háskólanum í Leeds, þar sem rannsóknamiðstöðin hefur aðsetur, á að „gera önnur prótein almenn fyrir sjálfbærari plánetu.“

Hinn „sjálfbæri“ matur sem talað er um er meðal annars „engisprettuhakk“ og ýmis skordýr sem mulin eru í mauk sem sagt er að minni á „hamborgara.“

Hin alræmdi „þrýstihópur“ bresku ríkisstjórnarinnar var áður notaður til að ala á ótta meðal almennings á meðan Covid-heimsfaraldurinn gekk yfir, til að fá fólk til að hlýða hrikalegum þvingandi reglum í ferli sem margir sálfræðingar telja „gróflega siðlaust.“

Fara efst á síðu