Hvíta húsið opnar fyrir hlaðvörp með fleiri áhorf en CNN og aðra úrelta miðla

Fimmtudaginn 27. mars opnaði Hvíta húsið byltingarkennda nýja fjölmiðlagátt undir nafninu „Podcast Row“ sem tekur til tugi þekktra pólitískra hlaðvarpa á Internet. Karoline Leavitt, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði við opnunina:

„Við erum svo stolt af því að taka á móti nýjum fjölmiðlaröddum og hlaðvarpsaðilum víðs vegar um landið sem hafa stóran hóp áhorfenda og eru að tala við venjulega Bandaríkjamenn eins og þig.“

„Málið snýst einmitt um þetta: Nýja fjölmiðla, nýjar raddir og að koma skilaboðum forsetans út til allra Bandaríkjamanna. Þessir hlaðvarpsmenn eru að tala við embættismenn stjórnvalda, ráðherra í ríkisstjórninni, embættismenn í Hvíta húsinu og við skemmtum okkur konunglega.“

„Ég veðja að fólkið í herberginu hafi miklu fleiri áhorfendur en CNN og eldri fjölmiðlar. Við erum stolt af því að bjóða þá velkomna í Hvíta húsið.“

Fara efst á síðu