Sænsku konungshjónin heimsóttu Örebro daginn eftir versta fjöldamorð í sögu Svíþjóðar. Lögðu þau blóm í þann minnislund sem sjálfkrafa vex fyrir utan skólann, þar sem 11 manns voru drepin af brjáluðum byssumanni í gær. Sex eru á sjúkrahúsi, þar af tveir enn á gjörgæslu. Svíþjóð er í áfalli. Svíþjóð grætur eins og örvinglað barn sem veit ekki hvað hún á að gera.
Eins og venjulega fer mikill tími í krókudílatár og gnístran fjölmiðlatanna. Þetta er hvorki í fyrsta né verður í síðasta skiptið sem „það sem mátti aldrei gerast hefur einmitt gerst.“ Fjölmiðlarnir flokkast eins og hrægammar kringum nýja ofbeldismetið.
Drottning Silvia: Hvert fórstu góða Svíþjóð?
Þau sem oftast tala með hjarta sænsku þjóðarsálarinnar eru sænsku konungshjónin. Drottning Silvia hefur næmar tilfinningar fyrir landi og þjóð. Konungur einnig. Sameiginlega eru þau raunverulega landsfaðir og móðir Svíþjóðar. Eftirfarandi skilaboð eða réttara sagt ákall bað drottningin um í viðtali við sænska sjónvarpið í dag:
„Ég á einlæga ósk til allrar sænsku þjóðarinnar. Hvert fórstu góða Svíþjóð? Ég vil í fullri alvöru biðja alla um að hjálpa til við að byggja hana upp aftur. Til að efla – ekki bara orðsporið, heldur nafnið. Hvað það þýðir að vera Svíi.“