Hverfi í Helsinki breytist í Mogadishu

Sænski valkostamiðillinn Samnytt hefur birt myndband frá Helsinki sem sýnir hvernig sómalísk hátíðahöld breiðast út um torg. Margir gagnrýna þessa þróun og vilja senda, þá sem vilja ekki aðlagast Finnlandi aftur til heimalands síns.

Atvikið á myndskeiðinu sýnir sómalísk hátíðahöld á sjálfstæðisdeginum í Botbyhöjden hverfinu þann 1. júlí s.l.

Myndskeiðið hefur farið eins og eldur í sinu á TikTok og vekur hörð viðbrögð í athugasemdum.

Þar segir meðal annars:

„Finnland, hvað er það sem þið látið viðgangast?“

„Hvar í Sómalíu er þetta?“

„Fimm bræður ömmu minnar dóu ekki fyrir þetta í seinni heimsstyrjöldinni.“

„Vinsamlegast nei, björgum Finnlandi hvað sem það kostar.“

Hér að neðan má sjá myndskeiðið:

Fara efst á síðu