Eldur Smári Kristinsson skrifar:
Þann 3. febrúar síðastliðinn sendi lögmaður minn beiðni til Lögreglan á Suðurnesjum um að fá öll málsgögn afhent er varðar sakamálarannsókn sem ég er undir vegna kæru Samtakanna ’78 á hendur mér eftir sparðatínslu þeirra á samfélagsmiðlareikningum mínum og skýrslutöku í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga.
Í dag, vel rúmum mánuði síðar hefur lögmanni mínum hvorki ekki borist nein gögn né fengið staðfestingu þess að embættið sé í raun með lífsmarki.
Ég geri mér alveg grein fyrir því að yfirvöldum kunni þykja málið hið óþægilegasta ekki síst vegna efnislega innihalds þess, heldur líka vegna fjölmiðlaumfjöllunar sem það hefur fengið erlendis, því núna eru nú íslenskir meginstraumsfjölmiðlar í allt annari vegferð en að stunda fréttamennsku og verja almannahag.
Þetta breytir því samt ekki, að yfirvaldið ákvað að stíga í dans með ríkisreknu hagsmunafélagi kynjafræðinga og ofsækja mig í aðdraganda Alþingiskosninga, ég tekinn i skýrslutökur daginn fyrir kjördag og ég á rétt á þessum gögnum.
Hvað tefur?