Sænski hagfræðingurinn Ingvar Nilsson hefur reiknað út, hvað meðal glæpamaður sem er virkur í 15 ár kostar skattgreiðendur. Svarið er yfir 23 milljónir sænskra króna. Það gerir 291 milljón íslenskar. Skotárás sem skilur eftir sig tvo særða kostar samfélagið 75 milljónir sænskar krónur. Það samsvarar rúmum 950 milljónum íslenskum krónum, tæpum milljarði. Þennan samanburð geta Íslendingar haft, þegar erlendum glæpagengjum hefur tekist að ná fótfestu á Íslandi vegna opinna landamæra stjórnvalda.
Glæpahóparnir stækka og halda áfram að breiða úr sér um alla Svíþjóð. Þeir kosta samfélagið gífurlegar fjárhæðir meðal annars vegna lögreglustarfa heilsugæslu, dómstóla og réttargæslu.
14 þúsund virkir klíkuglæpamenn í Svíþjóð
Að sögn sænsku lögreglunnar eru um 14.000 manns virkir meðlimir í glæpaklíkum í Svíþjóð. Gefið að hver þeirra kosti samfélagið 23 milljónir sænskra króna, þá lendir reikningurinn á 322 milljörðum sænskra króna sem skattgreiðendur fá á sínar herðar. Það samsvarar 4. 081 milljörðum íslenskra króna. Nilsson bendir á að búast megi við að þessi kostnaður aukist enn frekar í framtíðinni. Ef lögreglan á Íslandi þekkir fjölda klíkuglæpamanna á Íslandi eins og kollegarnir í Svíþjóð, þá ætti að vera hægt að fá fram heildarkostnaðinn fyrir íslenska skattgreiðendur á sama hátt og í Svíþjóð.
Ingvar Nilsson segir við GöteborgsPosten GP:
„Við fengum þessa tölur, þegar við skoðuðum réttarhöldin gegn Södertälje-klíkunni fyrir nokkrum árum. Við grófum okkur niður í gagnagrunna en höfum umfram annað tekið töluvert af viðtölum og haft vinnufundi með fólki sem kemur við sögu. Það eru allt frá gerendum og þolendum til lögreglumanna, heilbrigðisstarfsmanna, dómara og starfsmanna félagsþjónustunnar.“