Hundruð þúsunda Ungverja fylltu götur Búdapest í einni stærstu friðargöngu nútímans í Evrópu. Boðskapur göngunnar var: „Þetta er ekki okkar stríð.” Var orðunum beint til Brussel og þess krafist að ESB hætti öllum stuðningi við áframhaldandi stríð í Úkraínu. Samtímis kröfðust Ungverjar þjóðlegs sjálfstæðis frá Brussel. Viktor Orbán, forsætisráðherra, hélt ræðu sem hefur áhrif langt fyrir utan landamæri Ungverjalands.
Nær væri að tala um þjóðlega uppreisn á þjóðhátíðardegi Ungverja í Búdapest þann 23. október s.l. Magyar Nemzet greinir frá því að tugir, ef ekki hundruð þúsunda tóku þátt í Békemenet, stærstu göngu fyrir frið í Evrópu um þessar mundir. Gangan var öflugur vitnisburður um þrá fólks eftir friði, fullveldi þjóðríkja og andspyrnu gegn alþjóðlegu valdaskipulagi.
Gengið var frá Elvis Presley torginu árla morguns. Gangan fyllti götur Búdapest eins og sjá má á myndum á X hér að neðan. Göngunni lauk á Kossuth torginu, þar sem Viktor Orbán hélt ræðu sem þegar er vitnað til sem sögulegri. Samtímis er friðarganga farin árlega til minningar um uppreisnina gegn hertöku Sovétríkjanna 1956.
Við ætlum ekki að deyja fyrir Úkraínu – Við lifum fyrir Ungverjaland
Orbán talaði um raunverulega drifkrafta stríðsins:
„Brussel hefur ákveðið að fara í stríð. Þeir vilja senda fleiri vopn og meira af peningum til Úkraínu. En þetta er ekki okkar stríð.“
Orbán gagnrýndi hvernig ESB hefur komið fram við Ungverjaland sem hefur valið leið friðar og sjálfsákvörðunarréttar. Orbán sagði að ef Donald Trump hefði verið forseti Bandaríkjanna árið 2022 hefði stríðið aldrei brotist út. Hann benti einnig á að þegar hefði 185 milljörðum evra verið dælt í stríðið og þá peninga ætlar ESB núna taka úr vösum skattgreiðenda.
Varnir fyrir frelsi og framtíð
Auk stríðsins vakti Orbán athygli á málum sem margir evrópskir leiðtogar forðast að fjalla um. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að vernda börn fyrir pólitískum aðgerðasinnum í skólum, hafna flóttamannaþrýstingi frá Brussel og varðveita menningu þjóðarinnar. Hann vísaði til 16 ára árangurs Ungverjalands í að halda íhaldssömum stjórnvöldum sínum við völd:
„Við höfum sýnt að það er mögulegt að standa með gildum sínum og samt vinna.“
Ríkisstjórnin hefur fjárfest í stefnu til að efla fjölskylduna, landamæravernd og lækkað skatta. Ungverjaland er eitt af fáum löndum í Evrópu sem ekki þjáist af umfangsmiklum vanda vegna hömlulausra fólksinnflutninga.
Viðvörunarbjöllum hringt – Ofríki ESB mótmælt
Í miðjum mótmælunum birtist mynd með skýrum skilaboðum: Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, var sýnd sem brúðuleikari sem stjórnar Magyar Péter, foringja stjórnarandstöðunnar. Myndin sýnir vaxandi áhyggjur í Ungverjalandi af erlendum afskiptum af kosningunum og hollusta frambjóðenda sem eru taldir vera verkfæri ESB er dregin í efa.
Með mikilli þátttöku og skýrum skilaboðum sýnir Ungverjaland að önnur leið er möguleg: leið þar sem fólkið en ekki embættismenn í Brussel ákveður framtíð landsins. Orbán sagði:
„Við munum sýna heiminum að til er það land í hjarta Evrópu sem lætur ekki undan hótunum og fjárkúgun.“
Skilaboðin frá Búdapest voru skýr. Á þeim tíma þegar valdsviðið í Brussel krefst hollustu við stríð og alþjóðahyggju stendur ungverska þjóðin upp og segir:
