Hundruð þúsunda Breta í göngu fyrir málfrelsið í London – Tommy Robinson handtekinn

Á laugardaginn fóru fram fyrirhuguð mótmæli gegn skaðlegri innflytjendastefnu breskra stjórnvalda í London. Degi áður var Tommy Robinson, sem var sá sem skipulagði mótmælin, handtekinn. Mótmælin fóru engu að síður fram eins og sjá má á mörgum myndskeiðum hér að neðan. Sumir telja að allt að 300 þúsund Bretar hafi mótmælt innflytjendastefnu bresku ríkisstjórnarinnar og krafist lausnar og málfrelsi fyrir fangelsaða stjórnarandstæðinga.

Robinson var handtekinn samkvæmt hryðjuverkalögum eftir að því sem sagt er, að hann hafi neitað að gefa lögreglu lykilorðið á farsímanum sínum. Samkvæmt hryðjuverkalögum er hægt að skipa öllum sem koma til Bretlands að afhenda rafeindabúnað „til að ákveða hvort þeir gætu verið viðriðnir undirbúning eða fyrirkomulagi á hryðjuverkum“.

Tommy Robinson situr núna í gæsluvarðhaldi og mætir fyrir rétt á morgun, mánudag.

Mótmælin fóru friðsamlega fram í gær laugardag í London og samkvæmt fréttum tóku allt að 300.000 Bretar þátt í þeim:

Fara efst á síðu