Hryðjuverkaárás með bíl í New Orleans á nýársnótt – 12 drepnir, 35 særðir, 2 lögreglumenn skotnir

Enn á ný ræðst hryðjuverkamaður/menn á pallbíl á saklaust fólk sem safnast saman, – í þetta sinn til að fagna nýju ári í New Orleans, Bandaríkjunum. Newsweek segir í frétt um ódæðið, að amk. 12 hafi verið myrtir og að minnsta kosti 35 séu særðir. Þeir særðu hafa verið fluttir til fimm sjúkrahúsa í borginni.

Fox News greindi frá því að ökumaður á hvítum pallbíl hafi vísvitandi keyrt inn í mannfjölda á Bourbon Street í New Orleans sem var að fagna nýju ári á nýársnótt. Eftir að hafa drepið og sært eins marga og hann gat, fór ökumaðurinn út úr bifreiðinni og skaut úr byssu. Talið er að tveir lögreglumenn hafi særst í skotbardaganum. Mikill viðbúnaður lögreglu og neyðarbíla var á vettvangi og hafa amk. 30 manns verið fluttir á fimm sjúkrahús.

Ódæðismaðurinn dó í skotbardaganum við lögreglu. LaToya Cantrell, borgarstjóri New Orleans, sagði ódæðið vera „hryðjuverkaárás“ á blaðamannafundi sbr. X að neðan. FBI sagði fyrst að ekki væri um hryðjuverkaárás að ræða en breytti því síðan eftir á í „act of terrorism.“

Fara efst á síðu