Pompeo stöðvaði birtingu Kennedy-skjalanna

Donald Trump hefur lofað – verði hann endurkjörinn forseti, að birta öll skjöl sem eftir er að birta sem tengjast morðinu á John F. Kennedy árið 1963. En hvers vegna gerði hann það ekki þegar hann var forseti? Honum var sagt, að það yrði hreinasta hörmung, ef hann birti skjölin.

Hann heitir því núna að gera það, verði hann endurkjörinn forseti í kosningunum í nóvember.

Robert F. Kennedy yngri var í umræðuþætti hjá Tucker Carlson þar sem Kennedy-skjölin bar á góma. Hann sagði við Tucker:

„Það kom mér á óvart, að Trump hafi ekki aflétt leynd þessara gagna. Vegna þess að hann lofaði í kosningabaráttu sinni, að hann myndi gera það. Ég ræddi við Trump um þetta í vikunni.”

Svo hvers vegna gerði Donald Trump það ekki?

Samkvæmt Robert F. Kennedy yngri var Trump talin trú um að birta ekki skjölin. Honum var sagt, að það myndi leiða til „hörmungar“ að aflétta leyndinni. Hann var grátbeðinn um að birta ekki öll gögnin. Það var Mike Pompeo sem taldi Trump af því að birta Kennedy-skjölin. Mike Pompeo var forstjóri CIA 2017-2018 þegar hann varð utanríkisráðherra í stjórn Donald Trump; 2018-2021. Pompeo hafði verið fulltrúaþingmaður 2011-2017. Pompeo í eigu hermaskínunnar; Military Complex viðhafði orðin um “hrein hörmung“. Pompeo var einn þeirra sem snérist gegn Trump við valdaskiptin 2021. Alveg eins og Bill Barr dómsmálaráðherra og Mike Pence varaforseti. Það voru margir í eigu hins svokallaða Djúpríkis í Washington DC sem sviku Trump.

Trump samþykkti að birta ekki öll skjölin. Tucker Carlson spyr:

„Hvers vegna væri CIA að reyna að halda þessum skjölum leyndum ef þau hefðu ekkert með morðið að gera?”

Hér að neðan er stuttur bútur úr viðtalinu og síðan allt viðtalið þar fyrir neðan:

Fara efst á síðu