Nokkur Evrópulönd fylgja fordæmi Bandaríkjanna um að flokka vinstri hreyfinguna AFA sem hryðjuverkasamtök. Eftir yfirlýsingu Donalds Trumps í síðustu viku hafa bæði Ungverjaland og Holland tekið ákvarðanir um sams konar stefnu að því er hollenska BNO og bandarískir fjölmiðlar greina frá.
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði í viðtali við ungverska ríkisútvarpið að tími væri kominn til aðgerða. hann sagði:
„AFA eru hryðjuverkasamtök. Það er einnig kominn tími til að Ungverjalandi flokki samtök eins og AFA sem hryðjuverkasamtök eins og Bandaríkjamenn hafa gert.”
Orbán vísaði meðal annars til atviks árið 2023 þegar ítalski aðgerðasinninn Ilaria Salis var handtekinn í Búdapest grunaður um ofbeldisárás á samkomu hægrimanna. Salis var sleppt úr haldi árið eftir eftir að hafa verið kjörin á Evrópuþingið.
Í Hollandi hefur þingið samþykkt tillögu frá stjórnarandstöðuleiðtoganum Geert Wilders um að gera slíkt hið sama.
Í tillögunni er AFA sakað um að hafa í hótunum við stjórnmálamenn, trufla opinbera viðburði og áreita nemendur og blaðamenn.
Stjórnin í Haag verður núna að ákveða hvernig tillagan geti leitt til formlegrar hryðjuverkaflokkunar. Hryðjuverkaflokkun gæti þýtt aukin tækifæri fyrir lögreglu og öryggisþjónustu til að fylgjast með og sækja grunaða aðgerðasinna AFA til saka.