Yfirvöld Bretlands hafa brugðist við yfirlýsingu Elon Musk um að borgarastyrjöld standi fyrir dyrum í Bretlandi. Dómsmálaráðherrann kennir Elon Musk um að misnota samfélagsmiðil sinn X til að æsa Breta upp til mótmæla. Musk svarar fyrir sig og ber saman Bretland við Sovétríkin. Hann sakar bresku ríkisstjórnina um aðskilnaðarstefnu, þar sem eitt gildi fyrir litaða og eitthvað allt annað fyrir hvíta.
Á þriðjudag sagði Heidi Alexander dómsmálaráðherra í BBC að „allir ættu að kalla eftir ró“ og að Musk bæri sérstaklega „ábyrgð miðað við þann gífurlega vettvang sem hann hefur.“ Dómsmálaráðherrann sagði:
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér þessi ummæli hans frekar ömurleg.“
Ráðherrann notaði orðið „deplorable“ – sem er sama orð og Hillary Clinton notaði til að lýsa stuðningsmönnum Trumps í alræmdri yfirlýsingu fyrir forsetakosningarnar 2016.
Keir með siðina tvo
Elon Musk sakar Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, um að beita tvöföldu siðferði. Deildi Musk meðal annars myndbandi frá óeirðum í Birmingham (sjá að neðan) þar sem hópur innflytjenda réðst á krá. Elon Musk spyr Starmer hvers vegna allir hópar séu ekki verndaðir í Bretlandi. Musk kallar forsætisráðherrann „Two-Tier Keir“ sem þýðir í grófum dráttum „Keir með siðina tvo.“
Musk hefur einnig deilt einni senu úr „Family Guy“ þar sem hann grínast með að árið 2030 verði dauðarefsing innleitt að nýju í Bretland vegna ummæla á samfélagsmiðlum sem ekki er að skapi stjórnvalda sbr. myndskeið hér að neðan:
Tvöfalt siðferði
Musk hefur einnig birt myndband af manni sem var handtekinn fyrir ummæli sem hann lét falla á Facebook þar sem hann líkti Bretlandi við Sovétríkin.
Að ríkið beiti tvöföldu siðferði – eitt fyrir hvíta og annað fyrir litaða – mætir sífellt harðari gagnrýni í Bretlandi.
Þegar lögreglustjórinn í London, Mark Rowley, var spurður út í tvískinnunginn af blaðamanni Sky News fyrr í vikunni, þá reif hann hljóðnema blaðamannsins og kastaði honum í jörðina:
Nauðgarinn slapp við fangelsi
Elon Musk tekur upp nokkur dæmi um hið tvöfalda siðgæði. Hann birtir meðal annars mynd af tveimur hvítum mönnum sem hafa verið dæmdir í langa fangelsisvist fyrir að tjá skoðanir sínar. Við hlið þeirra er innflytjandi sem slapp með 180 tíma samfélagsþjónustu eftir að hafa ítrekað nauðgað tólf ára gamalli stúlku.
Maðurinn í miðjunni, Samuel Melia, afplánar tveggja ára fangelsisdóm á sama tíma fyrir að hafa dreift límmiðum með skilaboðum sem eru gagnrýnin á innflytjendastefnu ríkisstjórnarinnar.
„Hvað í fjandanum er í gangi?“ spyr Elon Musk.