Hneyksli afhjúpað! SÞ smyglar ólöglegum innflytjendum til Bandaríkjanna

Troðningur við landamæri Bandaríkjanna við Mexíkó. Bandaríkjastjórn Bidens hefur ekki bara haft galopin landamæri heldur hefur stjórnin greitt mannsmyglurum fyrir að smygla fólki inn í Bandaríkin á ólöglegan hátt.

Bandarískir skattgreiðendur hafa verið látnir greiða að minnsta kosti 81,7 milljónir dollara til „Safe Mobility Initiative“ sem er verkefni Sameinuðu þjóðanna um hvernig megi koma „hælisleitendum“ frá Rómönsku Ameríku til Bandaríkjanna. Repúblikanar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings afhjúpuðu þetta hneyksli en SÞ hefur aðstoðað innflytjendur að komast ólöglega til Bandaríkjanna.

Innflytjendamálin eru eitt af aðal kosningamálum dagsins í dag. Núna koma repúblikanar í fulltrúadeildinni með skýrslu sem sýnir fram á að Sameinuðu Þjóðirnar hafa aðstoðað við smygl á ólöglegum innflytjendum til Bandaríkjanna og hafa meðal annars fengið greitt fyrir með skattfé almennings í Bandaríkjunum.

Skýrslan afhjúpar svindlið

Vidden av den illegala invandringen under Kamala Harris verkar vara större än många tidigare trott. Foto: Skärmbild (Youtube /ABC 10 News).
Umfang ólöglegs innflutnings fólks til Bandaríkjanna undir handleiðslu Kamala Harris er mun meira en almennt var vitað um áður. (Mynd skjáskot YouTube/ABC 10 News).

Þetta kemur fram í skýrslu Jim Jordan, formanns dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings (sjá pdf að neðan). Að minnsta kosti 81,7 milljónir dollara (sem jafngildir rúmum 11,2 milljörðum íslenskra króna) hafa farið til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna, meðal annars til að aðstoða innflytjendur við að komast fram hjá landamæraeftirliti og komast ólöglega til Bandaríkjanna.

Meira en 66.000 farandfólki hefur verið smyglað inn í Bandaríkin með þessum hætti og má búast við að þessar upplýsingar muni hafa áhrif á umræðurnar um innflytjendamálin í Bandaríkjunum. Ef Donald Trump vinnur kosningarnar má búast við að málið verði rannsakað sem gæti leitt til ábyrgðar gagnvart þeim bandarísku starfsmönnum sem hafa látið svindlið viðgangast.

Jim Jordan, formaður nefndarinnar, skrifar á X að Bandaríkin hafi í tíð Biden og Harris „farið frá öruggum landamærum yfir í engin landamæri.“ Elon Musk tjáir sig um gögnin með „Vá, þetta er brjálað!“ Sjá X hér að neðan:

Fara efst á síðu