Hlutur Nató í eymd Úkraínu

Sama hversu oft vestrænir fjölmiðlar og leiðtogar hrópa „Pútín hatar lýðræði!,“ þá verður ekki hjá þeirri staðreynd komist að innrás Rússlands í Úkraínu má rekja til útfærsluáætlana Nató. Sögulegar staðreyndir sýna einfaldlega að þetta er satt. Frá upphafi var augljóst að allir rússneskir leiðtogar myndu líta á slíka stækkun sem ógn, rétt eins og bandarískir leiðtogar myndu hafa áhyggjur af t.d. hernaðarbandalagi í Vesturálfu undir stjórn Kína. Þessi grein styðst við skrif tímaritsins Foreign Policy sem birtir reglulega greinar og eigin skilgreiningar á helstu vandamálum samtímans. (Íris Erlingsdóttir tók saman).

Fyrir þrjátíu árum, í maí 1995, sagði þáverandi forseti Rússlands Borís Jeltsín við forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton, á fundi þeirra í Moskvu:

„Ég vil skýran skilning á hugmynd þinni um útfærslu Nató, því núna sé ég ekkert nema niðurlægingu fyrir Rússland ef þið haldið áfram. Hvernig heldurðu að þetta líti út fyrir okkur ef Vesturblokkin heldur áfram að stækka þegar Varsjárbandalagið hefur verið lagt niður [1991]… ef ein Kalda-stríðsblokkin færir sig beint upp að landamærum Rússlands…? Af hverju viljið þið gera þetta? Við þurfum nýja áætlun fyrir alþjóðleg öryggismál í Evrópu, ekki gömul! Kannski er lausnin sú að fresta Nató-stækkun… svo að síðar getum við komið með nýjar hugmyndir. Við skulum ekki hafa blokkir, aðeins eitt evrópskt rými sem annast eigið öryggi.

Andstaða Rússlands við stækkun Nató ekki ný af nálinni

Andstaða Pútíns við stækkun Nató var ekki eitthvað nýtt, heldur framhald á langvarandi stefnu Rússa. Þetta vissu allir í Washington. Fyrir Nató-ráðstefnuna árið 2008 létu rússneskir diplómatar í ljós mikla andstöðu:

„Rússland lítur á frekari stækkun Nató í austurátt sem hugsanlega hernaðarógn. Stækkun Nató, sérstaklega til Úkraínu, er „tilfinningalegt og sársaukafulltmál fyrir Rússlandvarðandi Úkraínu felur þetta í sér verulegar áhyggjur af að málið gæti hugsanlega klofið landið í tvennt, leitt til ofbeldis eða jafnvel, segja sumir, borgarastyrjaldar, sem myndi þvinga Rússland til að taka ákvörðun um inngrip.“

Sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, William Burns, sendi svipaða athugasemd til utanríkisráðherra Condoleezza Rice í febrúar 2008:

„Innganga Úkraínu í Nató er eldrauðasta línan fyrir rússnesku elítuna. Í öllum viðræðum mínum í meira en tvö og hálft ár við rússneska embættismenn í æðstu stöðum hef ég ekki hitt neinn sem ekki álítur Úkraínu í Nató vera annað en beina ógnun við rússneska hagsmuni.

„Andstöðu Rússa við útvíkkun Nató er ekki hægt að rekja einfaldlega til þess að Pútín hatar lýðræði. Allir ráðamenn í Moskvu voru á móti þessari stefnu. Þeir sögðu það hátt og skýrt og og allir í Washington vissu það.“

Hlutleysi Úkraínu aldrei til umræðu

Úkraína hefur verið lýðræðisríki—þ.e. land með reglulegar kosningar, borgaraleg samtök og frjálsa fjölmiðla—síðan í lok 1991, þegar það varð sjálfstætt. Pútín gerði enga tilraun til að hernema hluta af Úkraínu fyrir 2014, jafnvel ekki á meðan hinni pró-vestrænu, appelsínugulu byltingu stóð, árin 2004–2005.

Þó Pútín beri aðalábyrgð á stríðinu, getur Nató ekki þóst vera saklaust. Í aðdraganda stríðsins lýstu Nató og Bandaríkin endurtekið yfir að tilboð þeirra—að dyr Nató væru opnar fyrir Úkraínu (og Georgíu)—stæði og að krafa Pútíns um hlutleysi Úkraínu væri ekki til umræðu.

En sannleikurinn var sá að það var vonlaust að reikna með því að Úkraína yrði tekin inn í Nató: stofnsáttmáli Nató krefst einróma atkvæðagreiðslu áður en ný ríki geta gengið í bandalagið og allir vissu að Úkraína fengi ekki öll atkvæðin. En möguleikinn á aðild var nóg til að vekja ótta Rússa og það setti Úkraínu í hættu. Á sama tíma hafði Nató enga raunverulega áætlun um að tryggja öryggi Úkraínu. Þessi viðbrögð báru vott um hugleysi og ábyrgðarleysi, Úkraína hefur greitt fyrir með gríðarlega háu verði en verið Nató algjörlega að kostnaðarlausu.

Friðarsamningur mun ekki heimila aðild Úkraínu að Nató

Pútín og rússneskir þjóðernissinnar trúa því að aðskilnaður Úkraínu frá Rússlandi hefði aldrei átt að eiga sér stað. Pútin hefur sagt að engin þjóð skipti meira máli fyrir Rússland vegna þess að þjóðirnar tvær hafa deilt sameiginlegri menningu í meira en þúsund ár. Rússneskir þjóðernissinnar eiga enn erfitt með að samþykkja sjálfstæði Úkraínu. En úkraínskt þjóðerni er nú skilgreint af þessu viðhorfi: að hafa sem minnst samneyti við Rússland.

Þótt rússneska sé enn töluð víða í Úkraínu, er úkraínska orðin miðpunktur þjóðernisauðkennis þeirra. Þessi þróun, sem er sérstaklega áberandi meðal yngri kynslóðarinnar, mun aukast; fyrir komandi kynslóðir verður hún hins vegar svo eðlileg að enginn mun veita henni athygli.

Og þótt rétttrúnaðarkristni hafi sameinað Úkraínumenn og Rússa í meira en þúsund ár, krefjast úkraínsk lög þess að öll sóknarprestaköll slíti tengslum við pátriarkatið í Moskvu. Hvernig svo sem samningurinn verður sem endar stríðið, þá mun hann að kröfu Rússlands fela í sér ákvæði sem heimilar ekki aðild Úkraínu að Nató.

Fara efst á síðu