Rannsókn lögreglunnar á „afbroti“ Elds Smára Kristinssonar vegna fullyrðingar hans um að „manneskjur sem fæða börn er kallaðar konur“ hefur vakið athygli erlendis. Sama slaufun sannleikans er einnig í gangi erlendis í umræðum um bann við notkun orðanna móðir og faðir og í staðinn á að segja foreldri númer eitt, foreldri númer tvö og svo framvegis. Með þessu er vegið að einu af boðorðunum tíu sem segir: „Heiðra skaltu föður þinn og móður.“ Á svo að banna bíblíuna í kjölfarið?
Eldur Smári Kristinsson er stofnandi Samtakanna 22 og á heimasíðu þeirra má lesa um gildi samtakanna og fá skýringu fyrir stofnun þeirra:
Kynjum ekki úthlutað við fæðingu
„Allir vita að aðeins eru til tvö líffræðileg kyn. Þau sjást í móðurkviði og/eða við fæðingu og er ekki ,,úthlutað”. Við vitum að hugmyndafræði kynjafræðinga eru gervivísindi og ógn við samkynhneigða. Einnig teljum við að þessi hugmyndafræði sé ruglingsleg og hættuleg börnum.“
Eldur Smári var nýverið í viðtalsþætti hjá GBNews (sjá myndskeið að neðan), þar sem furðu vekur að lögreglan á Íslandi skuli vera að rannsaka hann fyrir þann „hatursglæp“ að fullyrða að einungis konur fæði börn. Eldur Smári stendur upp og ver sannleikann með heiðri sínum á meðan íslensk yfirvöld eyða tíma lögreglunnar í hugmyndafræðilegar deilur rétt eins og að lögreglan á Íslandi sé ekki upptekin við að fást við raunverulega glæpamenn sem fremja ofbeldisglæpi, rán og fleira.
Spyrjandinn Andrew Doyle: Lögreglan á Íslandi rannsakar aðgerðasinna á Íslandi, Eld Smára Kristinsson formann Samtakanna 22, fyrir sjö færslur á Facebook og X, þar sem hann gagnrýnir brjóstagjöf karla og kennsluefni fyrir börn um kynbreytingar. Samtökin 22 styðja sitt hvort kynið og gagnrýna kenningar um fjölda kynja og læknisfræðilegar kynbreytingar á börnum. Hann hefur mætt í yfirheyrslu hjá lögreglunni þótt hann hafi ekki enn verið ákærður en lögfræðingar hans reiknar með að hann verði ákærður og dæmdur. Eldur Kristinsson er kominn hingað, þetta hljómar eins og ótrúleg saga, gætirðu kannski byrjað á að útskýra hvað það var sem þú tístir um og settir á X?
Hvatinn að baki brjóstagjöf karlmanna
Eldur Smári Kristinsson: Þetta umrædda tíst um brjóstagjöf, ég held að ég hafi tíst um málið í ágúst í fyrra. Það var bleik fréttagrein sem sagði lesendum hversu dásamlegt það væri fyrir karlmenn eða transkonur að geta haft barn á brjósti og hvers vegna það væri svo gott fyrir móður og barn. Ég gagnrýndi þetta harðlega og ég skrifaði …. um bleiku fréttirnar sem voru að mælast fyrir slíkum vinnubrögðum.
Ef við tökum fyrir brjóstagjöf karla, þá er það augljóst að karlmaður getur ekki borið barn né fætt það, svo hver er þá hvatinn á bak það hjá karlmanni sem tekur lyf, D Paradon, til að framkalla brjóstagjöf og hafa barn á brjósti? Þörfum hvers er verið að fullnægja hér, eru það þarfir barnsins eða er það þarfir þess einstaklings sem er taka lyfin og reynir að hafa barnið á brjósti?
Andrew Doyle: Gagnrýni þín er að sjálfsögðu mjög heilsteypt og þú sagðir að hér væri um form barnaníðs að ræða og það væri kynferðislegur örvunarþáttur.
Að svala kynferðislegri nautn á börnum er barnaníð
Eldur Smári Kristinsson: Já, ég notaði orðið barnaníðingar í þessu samhengi og ég stend við það. Þegar þeir sem …… nota ungbörn og börn til að fullnægja kynferðislegum nautnum sínum, þá er um barnaníð að ræða.
Andrew Doyle: Gagnrýnendur munu segja að við þekkjum ekki leynilegar hvatir neins sem er forsenda niðurstöðu þinnar en þá er spurningin, að það þýðir ekki að það sé glæpur að koma með slíka niðurstöðu.
Eldur Smári Kristinsson: Nei, að sjálfsögðu ekki. En á þann stað erum við komin núna. Ég er kærður fyrir það en ég er reyndar nokkuð ánægður með að vera kærður fyrir einmitt þessi tíst, vegna þess að það sýnir einfaldlega hversu siðferðilega gjaldþrota þessi hinsegin hreyfing er orðin.
Lyfjaframleiddur vökvi er ekki það sama og móðurmjólk
Andrew Doyle: Þetta er raunverulegt vandamál er það ekki, því fólk mun ekki trúa þér, þegar þú segir að þeir menn sem auðkenna sig sem konur eru að taka lyf til framleiða mjólk til brjóstagjafar og gæði mjólkurinnar, ef við köllum þetta mjólk, er hvergi nálægt því sem krafist er,
Eldur Smári Kristinsson: Ég myndi ekki einu sinni ganga svo langt að kalla þetta mjólk. Þannig er það bara.
Andrew Doyle: Þetta er greinilega eitthvað sem getur aukið áhættu fyrir börn, ég meina það er alveg ljóst að einhver þáttur innihaldsins gerir það. Þannig að hér er frekar verið að ganga til móts við þessa hreyfingu og fullnægja hugmyndafræðilegum þörfum hennar í staðinn fyrir að sinna því sem er gott fyrir barnið og vellíðan þess.
Eldur Smári Kristinsson: Það er heiðarleg skoðun mín að verið sé að fullnægja þessari hreyfingu, það er verið að samsinna ýmsum hugmyndafræðilegum þörfum hennar. Þetta hefur ekkert með þarfir ungabarna eða barna að gera.
